Snjallgleraugun eru raunveruleg - prufukeyrsla hafin 7. apríl 2012 20:56 Tæknirisinn Google opinberaði í vikunni áform sín um að þróa sérstök snjallgleraugu sem byggja á Android stýrikerfinu vinsæla. Margir efuðust um yfirlýsingar fyrirtækisins og töldu sumir að um grín væri að ræða. Google hefur hins vegar slegið á allar efasemdir með því að birta myndband sem sýnir snjallgleraugun í notkun. Virkni gleraugnanna svipar mjög til hefðbundinna snjallsíma. Þau er þó hönnuð í allt öðrum tilgangi. Þeim er ætlað að bæta við veruleika okkar og veita nánast óendanlegt flæði upplýsinga um umhverfið. Með því að nota 3G og 4G farnetsþjónustu geta snjallgleraugun birt upplýsingar um ákveðna verslun þegar notandinn nálgast hana, dregið upp nákvæmt kort af lestarkerfum og komutímum þegar viðkomandi gengur inn á lestarstöð eða flett upp nákvæmum upplýsingum um bók sem notandinn tekur upp. Samkvæmt myndbandi Google er í raun ekkert sem gleraugun geta ekki gert.mynd/GoogleEkki er vitað hvenær snjallgleraugun fara í almenna sölu - samkvæmt Google gæti þróun þeirra tekið nokkra mánuði og allt upp í nokkur ár. Það leikur þó enginn vafi á því að Google taki verkefnið alvarlega. Fyrr í vikunni sást til Sergey Brin, annars stofnanda Google, með gleraugun. Hægt er að sjá myndbandið sem Google birti hér fyrir ofan en þar er tækni gleraugnanna kynnt. Ekki eru þó allir á eitt sáttir með nýjungina og hafa nokkrir tækniáhugamenn tekið saman myndband sem dregur upp dökka mynd af raunveruleika snjallgleraugna. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tæknirisinn Google opinberaði í vikunni áform sín um að þróa sérstök snjallgleraugu sem byggja á Android stýrikerfinu vinsæla. Margir efuðust um yfirlýsingar fyrirtækisins og töldu sumir að um grín væri að ræða. Google hefur hins vegar slegið á allar efasemdir með því að birta myndband sem sýnir snjallgleraugun í notkun. Virkni gleraugnanna svipar mjög til hefðbundinna snjallsíma. Þau er þó hönnuð í allt öðrum tilgangi. Þeim er ætlað að bæta við veruleika okkar og veita nánast óendanlegt flæði upplýsinga um umhverfið. Með því að nota 3G og 4G farnetsþjónustu geta snjallgleraugun birt upplýsingar um ákveðna verslun þegar notandinn nálgast hana, dregið upp nákvæmt kort af lestarkerfum og komutímum þegar viðkomandi gengur inn á lestarstöð eða flett upp nákvæmum upplýsingum um bók sem notandinn tekur upp. Samkvæmt myndbandi Google er í raun ekkert sem gleraugun geta ekki gert.mynd/GoogleEkki er vitað hvenær snjallgleraugun fara í almenna sölu - samkvæmt Google gæti þróun þeirra tekið nokkra mánuði og allt upp í nokkur ár. Það leikur þó enginn vafi á því að Google taki verkefnið alvarlega. Fyrr í vikunni sást til Sergey Brin, annars stofnanda Google, með gleraugun. Hægt er að sjá myndbandið sem Google birti hér fyrir ofan en þar er tækni gleraugnanna kynnt. Ekki eru þó allir á eitt sáttir með nýjungina og hafa nokkrir tækniáhugamenn tekið saman myndband sem dregur upp dökka mynd af raunveruleika snjallgleraugna.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira