Handbolti

Árni Þór raðaði inn mörkum í lokin og tryggði Bittenfeld jafntefli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Árni Þór Sigtryggsson.
Árni Þór Sigtryggsson. Mynd/Heimasíða TV Bittenfeld
Árni Þór Sigtryggsson var hetja Bittenfeld í þýsku b-deildinni í handbolta í gær þegar liðið gerði 31-31 jafntefli við VfL Potsdam. Árni Þór skoraði jöfunarmarkið á lokasekúndunni. Árni Þór skoraði alls níu mörk í leiknum sem er langt yfir meðalskori hans sem eru 2,5 mörk í leik.

Árnir Þór skoraði sex mörk á síðustu fimmtán mínútum leiksins en Bittenfeld var 20-23 undir þegar hann fór í gang. Árni Þór skoraði alls átta mörk í seinni hálfleiknum.

Íslendingar voru tveir markahæstu leikmenn TV Bittenfeld í leiknum því auk níu marka frá Árna Þór þá skoraði Arnór Þór Gunnarsson fimm mörk. Aðeins eitt mark þeirra félagar (Arnór) kom af vítalínunni. TV Bittenfeld er nú í 11. sæti deildarinnar.

Það er hægt að sjá myndbrot frá leiknum með því að smella hér. Bittenfeld spilar í blá-röndóttum búningum, Árni Þór spilar í treyju númer 15 og Arnór er númer 11.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×