Handbolti

Guif komið með frumkvæðið eftir sigur á Kristianstad

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kristján Andrésson hefur náð góðum árangri með GUIF.
Kristján Andrésson hefur náð góðum árangri með GUIF.
Lærisveinar Kristjáns Andréssonar hjá sænska liðinu GUIF lögðu Kristianstad að velli 25-23 í þriðju viðureign liðanna í undanúrslitum úrvalsdeildar sænska handboltans í dag.

Leikurinn var æsispennandi en jafnt var í hálfleik 14-14. Heimamenn höfðu þó betur í síðari hálfleik og unnu sem fyrr segir tveggja marka sigur.

Haukur Andrésson var að nýju í leikmannahópi GUIF og skoraði eitt mark. Fjórði leikur liðanna fer fram í Kristianstad á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×