Handbolti

Arnór Þór til Bergischer: Virkilega ánægður með þetta næsta skref

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Þór Gunnarsson.
Arnór Þór Gunnarsson. Mynd/Heimasíða Bittenfeld
Arnór Þór Gunnarsson hefur ákveðið að spila með þýska úrvalsdeildarliðinu Bergischer HC næstu tvö árin en hann tilkynnti þetta inn á twitter-síðu sinni í kvöld. Arnór hefur undanfarið spilað með Bittenfeld í þýsku b-deildinni.

„Spila fyrir Bergischer HC næstu 2 arin. Vonandi í 1 deild. Ég er virkilega ánægður með þetta næsta skref," skrifaði Arnór Þór inn á twitter-síðu sína. Arnór Þór verður þar með liðsfélagi Rúnars Kárasonar sem hefur spilað með Bergischer HC í vetur.

Arnór Þór, sem lék áður með Val áður en hann fór í atvinnumennsku, hefur skorað 149 mörk í 23 leikjum með Bittenfeld í vetur sem gera 6,5 mörk að meðaltali í leik. Hann er eins og er fjórði markahæsti leikmaður þýsku b-deildarinnar.

Arnór er á sínu öðru tímabili með Bittenfeld en hann skorað 6,1 mark að meðaltali með liðinu í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×