Handbolti

Ólafur Guðmundsson orðaður við IFK Kristianstad

Ólafur (nr.23) fagnar hér Íslandsmeistaratitlinum árið 2011.
Ólafur (nr.23) fagnar hér Íslandsmeistaratitlinum árið 2011.
Handknattleiksmaðurinn Ólafur Guðmundsson hefur verið orðaður við sænska úrvalsdeildarliðið IFK Kristianstad en frá þessu greinir sænska blaðið Aftonbladet.

Ólafur er sem stendur samningsbundinn danska ofurliðinu AG Köbenhavn en hefur verið á láni hjá Nordsjælland á tímabilinu. Þessi rétthenta skytta er uppalinn hjá FH en hann varð Íslandsmeistari með liðinu á síðustu leiktíð.

IFK Kristianstad réði nýverið Svíann Ola Lindgren sem þjálfara liðsins og horfir hann greinilega til Ólafs sem framtíðarleikmanni liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×