Handbolti

Fjórtán íslensk mörk dugðu ekki til

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rúnar Kárason í leik í þýsku úrvalsdeildinni.
Rúnar Kárason í leik í þýsku úrvalsdeildinni. Nordic Photos / Getty Images
Rúnar Kárason og félagar í nýliðum Bergischer HC unnu sterkan útisigur á Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni í dag, 35-31.

Rúnar skoraði fjögur mörk í leiknum en markahæstur var Alexander Ölze með tólf. Hjá Hannover-Burgdorf voru Íslendingarnir fyrirferðamiklir.

Vignir Svavarsson var annar markahæstu leikmanna liðsins með sjö mörk en Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði sex og Hannes Jón Jónsson eitt.

Bergische skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og lét forystuna aldrei af hendi eftir það. Staðan í hálfleik var 17-13. Liðið er í fimmtánda sæti deildarinnar með tólf stig en Hannover-Burgdorf í því fjórtánda með fjórtán.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×