Handbolti

Snorri Steinn framlengdi saming sinn við AG

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson
Snorri Steinn Guðjónsson Mynd/Heimasíða AGK
Snorri Steinn Guðjónsson gekk í dag frá nýjum eins árs samningi við danska stórliðið AG Kaupmannahöfn og mun tímabilið 2012-13 því verða hans þriðja með liðinu. Snorri Steinn hefur unnið danska meistaratitilinn einu sinni og danska bikarinn tvisvar síðan að hann gekk til liðs við AG haustið 2010.

Snorri Steinn er 30 ára leikstjórnandi sem hefur verið atvinnumaður síðan að hann yfirgaf Val árið 2003. Hann hefur síðan þá spilað með liðum í bæði Þýskalandi (TV Großwallstadt, GWD Minden og Rhein-Neckar Löwen) og Danmörku (GOG Svendborg og AGK).

Tímabilið 2012-2013 verður því tíunda tímabil Snorra Steins í atvinnumennsku. Hann kom til AG sumarið 2010 frá þýska liðinu Rhein-Neckar Löwen.

Snorri Steinn er fastamaður í íslenska landsliðinu en lék ekki með liðinu á Evróumótinu í Serbíu vegna persónulegra ástæðna en kona hans eignaðist barn rétt fyrir mótið.

Snorri Steinn hefur skorað 64 mörk í 19 fyrstu deildarleikjunum með AG í vetur eða 3,4 að meðaltali í leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×