Handbolti

Tap hjá Sverre og félögum

Sverre í leik gegn Hamburg.
Sverre í leik gegn Hamburg.
Sverre Andreas Jakobsson og félagar í þýska handboltaliðinu Grosswallstadt urðu að sætta sig við tap gegn Balingen í úrvalsdeildinni í kvöld.

Lokatölur 27-20 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 13-13. Balingen miklu betra liðið í síðari hálfleik.

Sverre komst ekki á blað í kvöld en var einu sinni vikið af velli.

Balingen komst upp fyrir Grosswallstadt með sigrinum. Er í tólfta sæti en Grosswallstadt því þrettánda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×