Handbolti

Hamburg - Füchse Berlin í beinni í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin.
Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin. Nordic Photos / Getty Images
Þýska úrvalsdeildin er komin aftur af stað en í kvöld verður viðureign Hamburg og Füchse Berlin í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Um afar athyglisverðan leik er að ræða en Hamburg er núverandi Þýskalandsmeistari. Liðið rak þjálfarann Per Carlen fyrir jól og hefur aðstoðarmaður hans verið ráðinn aðalþjálfari.

Hamburg er nú í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Füchse Berlin sem er í þriðja sætinu. Kiel er þó með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar.

Dagur Sigurðsson er þjálfari Füchse Berlin og Alexander Petersson leikur með liðinu. Hann hefur þó verið að glíma við meiðsli í öxl og óvíst með þátttöku hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×