Risableikjur í norður Kanada Karl Lúðvíksson skrifar 31. janúar 2012 13:33 Þær geta orðið mjög stórar sjóbleikjurnar í norður Kanada Það er alltaf gaman að sjá veiðimyndir frá öðrum löndum og fræðast aðeins um það sem erlendir veiðimenn eru að gera. það skemmir síðan ekkert fyrir að sjá hvað þeir eru að draga á land. Hér fyrir neðan er linkur sem við fengum sendann í dag og þarna má sjá t.d. sjóbleikju sem er sögð vera um 24 pund. Myndin sem er væntanleg í sumar sýnir veiðimenn við veiðar í Nunavut héraði í Kanada, en sum vötnin þar geyma silung sem getur náð allt að 40 pundum, en meðalþyngdin þar er um 8 pund í skráðum bókum. Ætli okkar eigið Þingvallavatn sé ekki það sem kemst næst þessu hvað varðar stærð á urriðanum. Annars eru veiðimenn landsins farnir að telja niður dagana í að veiðin fari af stað. 1. apríl opnar vorveiðin og það er víst að það eru margir farnir að hugsa sér gott til glóðarinnar.https://www.orvisnews.com/FlyFishing/Video-Trailer-for-The-Arctic.aspx Stangveiði Mest lesið Síðasta holl með 85 laxa í Kjósinni Veiði Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði 6 punda bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði Fín veiði og vænir fiskar í vinsælustu silungsvötnunum Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði
Það er alltaf gaman að sjá veiðimyndir frá öðrum löndum og fræðast aðeins um það sem erlendir veiðimenn eru að gera. það skemmir síðan ekkert fyrir að sjá hvað þeir eru að draga á land. Hér fyrir neðan er linkur sem við fengum sendann í dag og þarna má sjá t.d. sjóbleikju sem er sögð vera um 24 pund. Myndin sem er væntanleg í sumar sýnir veiðimenn við veiðar í Nunavut héraði í Kanada, en sum vötnin þar geyma silung sem getur náð allt að 40 pundum, en meðalþyngdin þar er um 8 pund í skráðum bókum. Ætli okkar eigið Þingvallavatn sé ekki það sem kemst næst þessu hvað varðar stærð á urriðanum. Annars eru veiðimenn landsins farnir að telja niður dagana í að veiðin fari af stað. 1. apríl opnar vorveiðin og það er víst að það eru margir farnir að hugsa sér gott til glóðarinnar.https://www.orvisnews.com/FlyFishing/Video-Trailer-for-The-Arctic.aspx
Stangveiði Mest lesið Síðasta holl með 85 laxa í Kjósinni Veiði Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði 6 punda bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði Fín veiði og vænir fiskar í vinsælustu silungsvötnunum Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði