Handbolti

Sverre skoraði jafnmikið á móti Slóveníu og í 37 leikjum þar á undan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sverre Jakobsson.
Sverre Jakobsson. Mynd/Vilhelm
Sverre Jakobsson skoraði þrjú mörk í leiknum á móti Slóvenum í gær eða jafnmörg mörk og hann hafði skorað samanlagt í 37 síðustu leikjum sínum á stórmóti.

Sverre skoraði tvö mörk í sínum fyrsta stórmótsleik á móti Ástralíu á HM 2007 en hafði síðan aðeins skorað 3 mörk á fjórum stórmótum.

Sverre skoraði tvö mörk á HM í fyrra (á móti Japan og Spáni) og eitt mark á Dönum á EM í Austurríki.

Sverre hefur alls skorað 27 mörk í 118 landsleikjum en hann var ekki búinn að skora í fyrstu sex landsleikjum ársins fyrir leikinn í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×