Handbolti

Strákarnir komnir á lúxushótel í Novi Sad

Henry Birgir Gunnarsson í Novi Sad skrifar
Strákarnir láta fara vel um sig í anddyri hótelsins í dag.
Strákarnir láta fara vel um sig í anddyri hótelsins í dag. mynd/vilhelm
Strákarnir okkar máttu sætta sig við að dúsa á frekar slöppu þriggja stjörnu hóteli í Vrsac en í Novi Sad búa þeir við mikinn lúxus. Þeir eru á gríðarstóru, fimm stjörnu hóteli þar sem er allt til alls.

Búðir, spa, sundlaug og síðast en ekki síst risastórt spilavíti. Strákarnir gerðu reyndar ekki ráð fyrir því að eyða tíma þar.

"Þetta er talsvert huggulegra en það er samt enn vesen með netið. Það skiptir okkur eiginlega mestu máli upp á að geta verið í sambandi við okkar nánustu," sagði Björgvin Páll Gústavsson markvörður.

Blaðamenn eru einnig á mjög fínu hóteli en þeir fengu flestir stjörnur í augun er þeir gengu inn á Park-hótelið sem landsliðið er á. Það er afar huggulegt svo ekki sé meira sagt.

Strákarnir eru líka aftur komnir með herbergisfélaga og það kunnu þeir vel að meta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×