Handbolti

Ísland verður aftur á útivelli | Von á mörgum Ungverjum

Henry Birgir Gunnarsson í Novi Sad skrifar
Stuðningsmenn Íslands í Serbíu eru ekki margir. Einar "riffill" hefur þó ekki gefið tommu eftir í stúkunni.
Stuðningsmenn Íslands í Serbíu eru ekki margir. Einar "riffill" hefur þó ekki gefið tommu eftir í stúkunni. mynd/vilhelm
Höllin sem Ísland og Ungverjaland mætast í hér í Novi Sad í dag er helmingi stærri og mun glæsilegri en Millenium-höllin í Vrsac.

Hér eru sæti fyrir 8.000 manns og er búist við fjölda Ungverja á leikinn en stutt er yfir til Búdapest héðan.

Ungverjar hafa komið gríðarlega á óvart á EM það sem af er og skelltu meðal annars Frökkum í gær en það gerist ekki á hverjum degi að Frakkar tapi.

Þeir fóru þar með í milliriðilinn með þrjú stig og mikil stemning fyrir keppninni í Ungverjalandi þar sem fólk eygir möguleika á að komast í undanúrslit.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×