Handbolti

Dönsku dómararnir dæma ekki meira á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Per Olesen.
Per Olesen. Mynd/Vilhelm
Danska dómaraparið sem dæmdi leik Íslands og Noregs á EM í handbolta mun ekki dæma fleiri leiki í keppninni.

Þeir Lars Ejby Pedersen og Per Olesen voru mikið í fréttum eftir leikinn því þeir dæmdu ekki víti á Vigni Svavarsson á lokamínútu leiksins.

Ísland vann leikinn, 34-32, en Norðmenn hefðu getað jafnað leikinn á lokamínútunni hefðu þeir fengið vítakast. Norðmenn mótmæltu kröftuglega og var mikið gert úr málinu í norskum fjölmiðlum.

Ástæðan fyrir því að danska dómaraparið fer heim núna er þó ekki slæm frammistaða þeirra á mótinu - heldur meiðsli. Olesen mun vera meiddur í fæti og því halda þeir heim á leið á morgun.

Þetta kom fram í dönskum fjölmiðlum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×