Leik lokið: Ungverjaland - Ísland 21-27 | Mögnuð frammistaða strákanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. janúar 2012 10:20 Mynd/Vilhelm Ísland er komið aftur á beinu brautina á EM í handbolta eftir hreint frábæra frammistöðu og sex marka sigur á Ungverjalandi í dag. Strákarnir okkar svöruðu öllum gagnrýnisröddum með magnaðri frammistöðu. Það reiknuðu ekki með svona flottum leik hjá Íslandi í dag. Liðið spilaði arfaslakan leik gegn Slóveníu á föstudaginn á meðan að Ungverjar gerðu sér lítið fyrir og skelltu heims-, Evrópu og Ólympíumeisturum Frakklands. En strax frá fyrstu mínútu var ljóst að strákarnir ætluðu að gefa sig allan í leikinn og þá sérstaklega í vörninni. Björgvin Páll hafði ekki átt góða leiki í markinu en með þessa flottu vörn fyrir framan hann var allt annað uppi á teningnum. Fyrir utan fjórtán mínútna kafla í fyrri hálfleik þar sem Ísland skoraði bara eitt mark var ekki hægt að finna snöggan blett á leik íslenska liðsins. Strákarnir skoruðu tíu mark gegn fjórum á síðustu tólf mínútum fyrri hálfleiks en staðan í hálfleik var 14-10, Íslandi í vil. Strákarnir héldu svo Ungverjum í hæfilegri fjarlægð allan seinni hálfleikinn og sigldu öruggum sigri í höfn. Strákarnir hafa talað um að fá „geðveikina" aftur í gang í vörninni og var það sannarlega tilfellið í dag - en á yfirvegaðan máta. Þeir vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera og stöðvuðu hverja sóknaraðgerð Ungverja á fætur annarri. Sóknarleikurinn fylgdi svo með. Fyrir utan sex hraðaupphlaupsmörk komu mörg flott mörk eftir laglegar sóknaraðgerðir þar sem Arnór Atlason fór hreinlega á kostum. Hann átti mjög flottan leik auk þess sem að Ásgeir Örn Hallgrímsson átti gríðarlega sterka innkomu, bæði í vörn og sókn, í fjarveru Alexanders Peterssonar sem hvíldi vegna meiðsla. En maður leiksins er þó Vignir Svavarsson. Hann batt saman vörnina af stakri snilld og var ásamt Sverre Jakobssyni nánast óstöðvandi í miðjublokkinni svokallaðri. En þetta gengur ekki án liðsheildarinnar og varnarleikurinn var að virka mjög vel í heild sinni - sama hver var inn á hverju sinni. Þess ber að geta að Vignir nýtti öll sín færi í hraðaupphlaupum og skoraði þrjú mörk í leiknum. Róbert Gunnarsson nýtti öll sín fjögur færi á línunni og fiskaði þar að auki eitt víti. Hann var þó í gríðarlega strangri gæslu sem gerir tölfræðina enn merkilegri fyrir vikið. Þórir Ólafsson átti líka magnaðan leik í hægra horninu og voru strákarnir duglegir að leita til hans. Það er langt síðan að hann hefur tekið þátt svo mikinn þátt í sóknarleiknum. Það má ekki gleyma öðrum. Guðjón Valur Sigurðsson var fullkominn á vítalínunni og flottur í hraðaupphlaupunum. Aron Pálmarsson átti ágætar rispur í sókninni en hikstaði þó. Hann meiddist fyrir leikinn en lét sig samt hafa það og spilaði mikið í dag. Síðast en alls ekki síst ber að nefna innkomu nýliðannja Ólafs Bjarka Ragnarssonar og Rúnars Kárasonar. Rúnar skoraði glæsilegt mark og Ólafur Bjarki stýrði sókninni mjög vel í þær mínútur sem hann spilaði. Það veit á mjög gott. Það er nánast með ólíkindum að Ísland hafi unnið svo sannfærandi sigur án þeirra Alexanders, Ólafs Stefánssonar og Snorra Steins Guðjónssonar. Íslenska landsliðið hefur aldrei búið við þann lúxus að hafa mikla breidd í leikmannahópnum en þeir leikmenn sem spiluðu í dag sýndu að þegar þeir eiga vel skilið að vera í þessu liði. Þetta veit á gott fyrir framhaldið en fram undan eru tvær erfiðir leikir. Gegn Spáni á þriðjudaginn og Frakklandi á miðvikudaginn. Sigur í þeim leikjum og hagstæð úrslit í öðrum leikjum gætu fleytt Ísland áfram í undanúrslit - sem virðist þó enn fjarlægur möguleiki þessa stundina. Strákarnir sýndu þó í dag að þeir eru alls ekki búnir að gefa þá von upp á bátinn. Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Ísland er komið aftur á beinu brautina á EM í handbolta eftir hreint frábæra frammistöðu og sex marka sigur á Ungverjalandi í dag. Strákarnir okkar svöruðu öllum gagnrýnisröddum með magnaðri frammistöðu. Það reiknuðu ekki með svona flottum leik hjá Íslandi í dag. Liðið spilaði arfaslakan leik gegn Slóveníu á föstudaginn á meðan að Ungverjar gerðu sér lítið fyrir og skelltu heims-, Evrópu og Ólympíumeisturum Frakklands. En strax frá fyrstu mínútu var ljóst að strákarnir ætluðu að gefa sig allan í leikinn og þá sérstaklega í vörninni. Björgvin Páll hafði ekki átt góða leiki í markinu en með þessa flottu vörn fyrir framan hann var allt annað uppi á teningnum. Fyrir utan fjórtán mínútna kafla í fyrri hálfleik þar sem Ísland skoraði bara eitt mark var ekki hægt að finna snöggan blett á leik íslenska liðsins. Strákarnir skoruðu tíu mark gegn fjórum á síðustu tólf mínútum fyrri hálfleiks en staðan í hálfleik var 14-10, Íslandi í vil. Strákarnir héldu svo Ungverjum í hæfilegri fjarlægð allan seinni hálfleikinn og sigldu öruggum sigri í höfn. Strákarnir hafa talað um að fá „geðveikina" aftur í gang í vörninni og var það sannarlega tilfellið í dag - en á yfirvegaðan máta. Þeir vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera og stöðvuðu hverja sóknaraðgerð Ungverja á fætur annarri. Sóknarleikurinn fylgdi svo með. Fyrir utan sex hraðaupphlaupsmörk komu mörg flott mörk eftir laglegar sóknaraðgerðir þar sem Arnór Atlason fór hreinlega á kostum. Hann átti mjög flottan leik auk þess sem að Ásgeir Örn Hallgrímsson átti gríðarlega sterka innkomu, bæði í vörn og sókn, í fjarveru Alexanders Peterssonar sem hvíldi vegna meiðsla. En maður leiksins er þó Vignir Svavarsson. Hann batt saman vörnina af stakri snilld og var ásamt Sverre Jakobssyni nánast óstöðvandi í miðjublokkinni svokallaðri. En þetta gengur ekki án liðsheildarinnar og varnarleikurinn var að virka mjög vel í heild sinni - sama hver var inn á hverju sinni. Þess ber að geta að Vignir nýtti öll sín færi í hraðaupphlaupum og skoraði þrjú mörk í leiknum. Róbert Gunnarsson nýtti öll sín fjögur færi á línunni og fiskaði þar að auki eitt víti. Hann var þó í gríðarlega strangri gæslu sem gerir tölfræðina enn merkilegri fyrir vikið. Þórir Ólafsson átti líka magnaðan leik í hægra horninu og voru strákarnir duglegir að leita til hans. Það er langt síðan að hann hefur tekið þátt svo mikinn þátt í sóknarleiknum. Það má ekki gleyma öðrum. Guðjón Valur Sigurðsson var fullkominn á vítalínunni og flottur í hraðaupphlaupunum. Aron Pálmarsson átti ágætar rispur í sókninni en hikstaði þó. Hann meiddist fyrir leikinn en lét sig samt hafa það og spilaði mikið í dag. Síðast en alls ekki síst ber að nefna innkomu nýliðannja Ólafs Bjarka Ragnarssonar og Rúnars Kárasonar. Rúnar skoraði glæsilegt mark og Ólafur Bjarki stýrði sókninni mjög vel í þær mínútur sem hann spilaði. Það veit á mjög gott. Það er nánast með ólíkindum að Ísland hafi unnið svo sannfærandi sigur án þeirra Alexanders, Ólafs Stefánssonar og Snorra Steins Guðjónssonar. Íslenska landsliðið hefur aldrei búið við þann lúxus að hafa mikla breidd í leikmannahópnum en þeir leikmenn sem spiluðu í dag sýndu að þegar þeir eiga vel skilið að vera í þessu liði. Þetta veit á gott fyrir framhaldið en fram undan eru tvær erfiðir leikir. Gegn Spáni á þriðjudaginn og Frakklandi á miðvikudaginn. Sigur í þeim leikjum og hagstæð úrslit í öðrum leikjum gætu fleytt Ísland áfram í undanúrslit - sem virðist þó enn fjarlægur möguleiki þessa stundina. Strákarnir sýndu þó í dag að þeir eru alls ekki búnir að gefa þá von upp á bátinn.
Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira