Handbolti

Alexander verður líklega klár fyrir Spánverjaleikinn

Henry Birgir Gunnarsson í Novi Sad skrifar
Alexander í leiknum gegn Króatíu.
Alexander í leiknum gegn Króatíu. mynd/vilhelm
Alexander Petersson gat ekkert spilað með landsliðinu í dag vegna meiðsla. Landsliðsþjálfarinn vonast þó til þess að hann geti spilað gegn Spánverjum á þriðjudag.

"Ég held og vona að hann verði klár í næsta leik. Mér fannst samt þeir sem leystu hann af gera það með sóma," sagði Guðmundur Guðmundsson.

Alexander hefur ekki verið sjálfum sér líkur í Serbíu og hefur sjálfur sagt að líkamlegt og andlegt álag sé ekki að gera honum gott.

Hann fékk nú nauðsynlega hvíld og kemur vonandi sterkur til baka gegn Spánverjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×