Handbolti

Serbar og Þjóðverjar eru í dauðfæri á EM í Serbíu | þrír leikir í dag

Silvio Heinevetter markvörður Þjóðverja.
Silvio Heinevetter markvörður Þjóðverja. AFP
Þrír leikir fara fram í milliriðli A á Evrópumeistaramótinu í handbolta karla í Serbíu í dag. Þjóðverjar og Serbar eru í tveimur efstu sætum riðilsins með 5 stig. Tvö efstu sætin tryggja sæti í undanúrslitum en efsta liðið í A-riðli leikur gegn liði nr. 2 í B-riðli, og lið nr. 2 úr A-riðli leikur gegn efsta liðinu úr B-riðli þar sem Íslendingar eru.

Fyrsti leikur dagsins er viðureign Póllands og Makedóníu og hefst hann kl. 15.20. Pólland er með 3 stig í þriðja sæti og Makedónía er í neðsta sæti með 1 stig. Pólverjar eiga enn möguleika á að komast áfram en liðið leikur gegn Þjóðverjum í lokaumferðinni.

Leikur Dana og Þjóðverja hefst kl. 17.20 og þar er allt lagt undir. Danir, eru með 2 stig en þeir fóru án stiga í milliriðil. Danir vonast til þess að Pólverjar tapi gegn Makedóníu, því ef Danir vinna báða leiki sína sem eftir eru á liðið möguleika á að enda í öðru sæti riðilsins með 6 stig.

Lokaleikurinn í þessari umferð milliriðils A er viðureign heimamanna frá Serbíu og Svía. Serbar geta með sigri komist í 7 stig og gert út um vonir Svía um að komast í leik um verðlaun á þessu móti.

Leikir dagsins:

15:20 Pólland - Makedónía

17:20 Danmörk - Þýskaland

19:20 Serbía - Svíþjóð

Staðan í riðlinum:

1. Þýskaland 5 stig

2. Serbía 5 stig

3. Pólland 3 stig

4. Danmörk 2 stig

5. Svíþjóð 2 stig

6. Makedónía 1 stig

Í lokaumferðinni á miðvikudaginn mætast eftirfarandi lið

15:15 Pólland - Þýskaland

17:15 Danmörk - Svíþjóð

19:15 Serbía - Makedónía




Fleiri fréttir

Sjá meira


×