Handbolti

Fjögur lið geta enn fylgt Serbunum í undanúrslitin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Serbar fagna í leikslok í kvöld.
Serbar fagna í leikslok í kvöld. Mynd/AFP
Það er bara ein umferð eftir af milliriðli eitt á Evrópumótinu í handbolta í Serbíu og heimamenn hafa þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum keppninnar. Úrslit dagsins þýða það hinsvegar að fjögur lið eiga nú möguleika á því að fylgja Serbum í að spila um verðlaun.

Þjóðverjar, Danir, Pólverjar og Makedóníumenn geta allir náð öðru sætinu í riðlinum en mismikla þó. Þjóðverjar eru eina liðið sem þarf bara að treysta á sig sjálft og það þarf síðan mjög mikið að gerast svo að Makedóníumenn fari í undanúrslitin.

Hér fyrir neðan er farið yfir það sem þarf að gerast í lokaumferðinni til þess að viðkomandi þjóð komist áfram í undanúrslit.

Staðan í milliriðli eitt:

Serbía 7 stig

Þýskaland 5 stig

Danmörk 4 stig

Makedónía 3 stig

Pólland 3 stig

Svíþjóð 2 stig

Hverjir komast áfram í undanúrslit úr milliriðli eitt?

Serbar eru komnir áfram.

Þjóðverjar komast áfram með sigri á Pólverjum.

Danir komast áfram ef þeir vinna Svía og Þjóðverjar vinna ekki Pólverja.

Pólverjar komast áfram ef þeir vinna Þjóðverja og Danir ná ekki að vinna Svía.

Makedóníumenn komast áfram ef þeir vinna Króata, Danir tapa fyrir Svíum og Pólverjar vinna Þjóðverja með 1 eða 2 mörkum.

Svíar eiga ekki lengur möguleika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×