Leik lokið: Spánn 31 - Ísland 26 | Ísland úr leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. janúar 2012 13:37 Mynd/Vilhelm Strákarnir okkar mættu ofjörlum sínum þegar þeir töpuðu fyrir Spáni á EM í handbolta í dag. Þar með er ljóst að Ísland á ekki lengur möguleika á sæti í undanúrslitum keppninnar. Spánverjar hafa verið besta liðið á Evrópumeistaramótinu til þessa og þeir sýndu í dag að þeir eru til alls líklegir á þessu móti. Þeir drápu spil íslenska liðsins með gríðarsterkum varnarleik í upphafi leiksins og var leikurinn aldrei spennandi eftir það. Spánn komst í sjö marka forystu, 10-3, eftir sautján mínútna leik. Á þessum kafla var lítið jákvætt við leik íslenska liðsins, bæði í vörn og sókn. Sérstaklega gekk þó illa í sókninni og sem fyrr var ljóst að þar var lykilmanna síðustu ára saknað. Guðmundur Guðmundsson ákvað þá að taka leikhlé til að skerpa á íslensku vörninni. Það gekk vel, Björgvin Páll varði nokkur góð skot í markinu og strákarnir byrjuðu loksins að skora að einhverju ráði. Strákarnir voru þó oft sjálfum sér verstir og töpuðu bæði mörgum boltum auk þess að fara illa með mörg góð færi. Fyrstu tvö vítaskot liðsins fóru forgörðum en það var svo sem líka tilfellið hjá spænska liðinu. Spánverjar gerðu einfaldlega nóg í seinni hálfleik til að halda íslenska liðinu í hæfilegri fjarlægð. Það verður þó ekki tekið af strákunum að það var margt jákvætt við þeirra leik, þá sérstaklega innkoma Rúnars Kárasonar og síðar Ólafs Guðmundssonar. Rúnar skoraði fjögur flott mörk og Ólafur komst einnig á blað. Þá átti Björgvin Páll reglulega fínan leik í markinu og varði 20 skot, þar af þrjú víti. Hann var sennilega besti leikmaður Íslands í leiknum en Rúnar og Kári Kristján línumaður áttu líka frábærar rispur. Kári Kristján fiskaði til að mynda öll fjögur víti Íslands í leiknum. Guðjón Valur var ódrepandi og gafst aldrei upp. En hann fór illa með tvö vítaskot og nýtti ekki fimm skot þar að auki sem er afar óvenjulegt hjá þessum skotvissa nagla. Hann skoraði þó nokkur afar lagleg mörk af miklu harðfylgi. Arnór reyndi hvað hann gat eins og reyndar allir leikmenn - strákarnir verða ekki sakaðir um dugleysi. Aðrir náðu sér ekki á strik í dag, því miður, þrátt fyrir ágætar rispur inn á milli. En það var bara of lítið gegn þessu gríðarlega sterka liði Spánverja sem virðast vera með sextán jafnsterka leikmenn. Virðist engu máli skipta hvaða leikmenn eru inn á hverju sinni - ávallt spilaði liðið eins og vel smurð vél. Spánverjar eru svo gott sem komnir áfram í undanúrslitin en Íslendingar eru úr leik. Það lá þó ávallt fyrir að það yrði nánast ógerningur að fara áfram í undanúrslit eftir að hafa komið stigalausir inn í milliriðilinn og má því segja að þessi barátta hafi í raun tapast í riðlakeppninni. Það sem stendur upp úr að aftur sýndu minni spámenn íslenska landsliðsins að þeir geta vel spjarað sig á stóra sviðinu. Lokaleikur Íslands verður gegn Frakklandi á sama tíma á morgun.Úrslit, dagskrá og staða allra riðla. Mest lesið Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fleiri fréttir Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Sjá meira
Strákarnir okkar mættu ofjörlum sínum þegar þeir töpuðu fyrir Spáni á EM í handbolta í dag. Þar með er ljóst að Ísland á ekki lengur möguleika á sæti í undanúrslitum keppninnar. Spánverjar hafa verið besta liðið á Evrópumeistaramótinu til þessa og þeir sýndu í dag að þeir eru til alls líklegir á þessu móti. Þeir drápu spil íslenska liðsins með gríðarsterkum varnarleik í upphafi leiksins og var leikurinn aldrei spennandi eftir það. Spánn komst í sjö marka forystu, 10-3, eftir sautján mínútna leik. Á þessum kafla var lítið jákvætt við leik íslenska liðsins, bæði í vörn og sókn. Sérstaklega gekk þó illa í sókninni og sem fyrr var ljóst að þar var lykilmanna síðustu ára saknað. Guðmundur Guðmundsson ákvað þá að taka leikhlé til að skerpa á íslensku vörninni. Það gekk vel, Björgvin Páll varði nokkur góð skot í markinu og strákarnir byrjuðu loksins að skora að einhverju ráði. Strákarnir voru þó oft sjálfum sér verstir og töpuðu bæði mörgum boltum auk þess að fara illa með mörg góð færi. Fyrstu tvö vítaskot liðsins fóru forgörðum en það var svo sem líka tilfellið hjá spænska liðinu. Spánverjar gerðu einfaldlega nóg í seinni hálfleik til að halda íslenska liðinu í hæfilegri fjarlægð. Það verður þó ekki tekið af strákunum að það var margt jákvætt við þeirra leik, þá sérstaklega innkoma Rúnars Kárasonar og síðar Ólafs Guðmundssonar. Rúnar skoraði fjögur flott mörk og Ólafur komst einnig á blað. Þá átti Björgvin Páll reglulega fínan leik í markinu og varði 20 skot, þar af þrjú víti. Hann var sennilega besti leikmaður Íslands í leiknum en Rúnar og Kári Kristján línumaður áttu líka frábærar rispur. Kári Kristján fiskaði til að mynda öll fjögur víti Íslands í leiknum. Guðjón Valur var ódrepandi og gafst aldrei upp. En hann fór illa með tvö vítaskot og nýtti ekki fimm skot þar að auki sem er afar óvenjulegt hjá þessum skotvissa nagla. Hann skoraði þó nokkur afar lagleg mörk af miklu harðfylgi. Arnór reyndi hvað hann gat eins og reyndar allir leikmenn - strákarnir verða ekki sakaðir um dugleysi. Aðrir náðu sér ekki á strik í dag, því miður, þrátt fyrir ágætar rispur inn á milli. En það var bara of lítið gegn þessu gríðarlega sterka liði Spánverja sem virðast vera með sextán jafnsterka leikmenn. Virðist engu máli skipta hvaða leikmenn eru inn á hverju sinni - ávallt spilaði liðið eins og vel smurð vél. Spánverjar eru svo gott sem komnir áfram í undanúrslitin en Íslendingar eru úr leik. Það lá þó ávallt fyrir að það yrði nánast ógerningur að fara áfram í undanúrslit eftir að hafa komið stigalausir inn í milliriðilinn og má því segja að þessi barátta hafi í raun tapast í riðlakeppninni. Það sem stendur upp úr að aftur sýndu minni spámenn íslenska landsliðsins að þeir geta vel spjarað sig á stóra sviðinu. Lokaleikur Íslands verður gegn Frakklandi á sama tíma á morgun.Úrslit, dagskrá og staða allra riðla.
Mest lesið Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fleiri fréttir Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Sjá meira