Handbolti

Þórir: Við getum alveg unnið þetta lið

Henry Birgir Gunnarsson í Novi Sad skrifar
Þórir fagnar eftir að hafa skorað úr víti í dag.
Þórir fagnar eftir að hafa skorað úr víti í dag. mynd/vilhelm
Hornamaðurinn Þórir Ólafsson tók minni þátt í leiknum gegn Spánverjum í dag en hann hefur gert á mótinu til þessa. Ástæðan er að hann gengur ekki alveg heill til skógar og gat ekki æft fyrir leikinn.

"Við vissum alltaf að þetta yrði gríðarlega erfiður leikur en mér fannst við eiga helling inni. Þó svo við höfum misst dampinn á báðum endum á köflum þá töpum við þó ekki stærra en þetta.

"Fráköstin féllu öll til þeirra og við vorum að klikka allt of mikið. Við gerðum einfaldlega of mörg mistök. Við getum alveg unnið þetta lið og munurinn er ekki meiri en þetta þó svo við eigum mikið inni," sagði Þórir en hvernig leggst Frakkaleikurinn á morgun í hann?

"Við munum spila upp á stoltið á morgun og leggja okkur alla fram. Það verður allt lagt undir og við reynum að keyra upp stemninguna og taka þá."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×