Handbolti

Björgvin: Stoltur af því að vera hluti af þessu liði

Henry Birgir Gunnarsson í Novi Sad skrifar
Björgvin var í stuði í dag.
Björgvin var í stuði í dag. mynd/vilhelm
Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik gegn Frökkum í dag og endaði mótið á jákvæðan hátt eftir að hafa verið nokkuð lengi í gang.

"Við vorum að spila frábæran handbolta og sýndum Frökkum að við eigum fullt erindi í þá. Við sendum þeim skilaboð fyrir framhaldið og fínt að vita að við getum vel unnið þá," sagði Björgvin hress eftir leik.

"Þó svo þeir hafi kannski ekki verið á fullu gasi í fyrri hálfleik þá má ekki taka það af okkur að við vorum að spila frábærlega. Spiluðum á mörgum mönnum sem eru að skila sínu. Ég er virkilega stoltur af því að vera hluti af þessu liði.

"Við erum allir búnir að læra mikið af þessu móti og við getum nýtt það í næstu verkefnum. Við erum að byggja góðan grunn í þessu móti og við tökum margt jákvætt með okkur er við förum héðan brosandi," sagði Björgvin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×