Balic og Vukovic tæpir vegna meiðsla | EM í hættu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2012 19:36 Ivano Balic gæti misst af EM vegna meiðsla. Nordic Photos / Getty Images Þetta verða að teljast fín tíðindi fyrir strákana okkar í íslenska landsliðinu - Króatarnir Ivano Balic og Drago Vukovic eru báðir tæpir fyrir EM í handbolta vegna meiðsla. Ísland er einmitt með Króatíu í riðli og þessi lið mætast í fyrsta leik á mánudagskvöldið. Balic er öllum vel kunnugur enda hefur hann verið einn besti handboltamaður heims um áraraðir. Þá er Drago Vukovic öflug skytta sem hefur gegnt lykilhlutverki í sterku liði Króata sem hafa náð frábærum árangri á stórmótum síðustu árin og unnið til fjölda verðlauna. „Meiðsli þeirra eru allt annað en smávægileg en við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma þeim aftur til heilsu áður en mótið hefst," sagði landsliðþjálfari Króata, Slavko Goluza. „Batinn gengur hægt en þeir hafa sýnt gríðarlega mikinn viljastyrk til að koma sér aftur af stað í tæka tíð," bætti þjálfarinn við. Sjálfur sagðist Vukovic vonast til þess besta. „Ég vona að ég nái leiknum gegn Íslandi því það er öflugt lið sem við höfum alltaf átt í basli með." „Ég þekki marga leikmenn úr íslenska liðinu úr þýsku úrvalsdeildinni. Liðið spilar öfluga 6-0 vörn og hraðaupphlaupin geta verið baneitruð og fellt hvaða lið sem er." Ísland verður einnig án lykilmanna á mótinu því Ólafur Stefánsson ætlar að nýta tímann til að ná sér góðum af meiðslum og þá er enn óvíst um þátttöku Snorra Steins Guðjónssonar. „Ólafur er goðsögn sem hefur unnið margar orrustur fyrir Ísland. En hann hefur líka gengið í gegnum sínar lægðir og ég held að Alexander Petersson geti vel fyllt í hans skarð," sagði Vukovic. Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Þetta verða að teljast fín tíðindi fyrir strákana okkar í íslenska landsliðinu - Króatarnir Ivano Balic og Drago Vukovic eru báðir tæpir fyrir EM í handbolta vegna meiðsla. Ísland er einmitt með Króatíu í riðli og þessi lið mætast í fyrsta leik á mánudagskvöldið. Balic er öllum vel kunnugur enda hefur hann verið einn besti handboltamaður heims um áraraðir. Þá er Drago Vukovic öflug skytta sem hefur gegnt lykilhlutverki í sterku liði Króata sem hafa náð frábærum árangri á stórmótum síðustu árin og unnið til fjölda verðlauna. „Meiðsli þeirra eru allt annað en smávægileg en við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma þeim aftur til heilsu áður en mótið hefst," sagði landsliðþjálfari Króata, Slavko Goluza. „Batinn gengur hægt en þeir hafa sýnt gríðarlega mikinn viljastyrk til að koma sér aftur af stað í tæka tíð," bætti þjálfarinn við. Sjálfur sagðist Vukovic vonast til þess besta. „Ég vona að ég nái leiknum gegn Íslandi því það er öflugt lið sem við höfum alltaf átt í basli með." „Ég þekki marga leikmenn úr íslenska liðinu úr þýsku úrvalsdeildinni. Liðið spilar öfluga 6-0 vörn og hraðaupphlaupin geta verið baneitruð og fellt hvaða lið sem er." Ísland verður einnig án lykilmanna á mótinu því Ólafur Stefánsson ætlar að nýta tímann til að ná sér góðum af meiðslum og þá er enn óvíst um þátttöku Snorra Steins Guðjónssonar. „Ólafur er goðsögn sem hefur unnið margar orrustur fyrir Ísland. En hann hefur líka gengið í gegnum sínar lægðir og ég held að Alexander Petersson geti vel fyllt í hans skarð," sagði Vukovic.
Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira