Handbolti

Wilbek fer bara með fimmtán leikmenn til Serbíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ulrik Wilbek.
Ulrik Wilbek. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ulrik Wilbek, þjálfari danska handboltalandsliðsins, er búinn að velja EM-hópinn sinn en hann ætlar bara að fara með fimmtán leikmenn á EM í Serbíu og halda sextánda og síðasta sætinu opnu.

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, tilkynnir hópinn sinn í dag en það er almennt talið að hann taki 17 menn með til Serbíu en byrji bara á því að skrá fimmtán menn inn. Guðmundur getur þá alltaf bætt við þeim sextánda.

Wilbek ætlaði fyrst að velja sextán menn en eftir að Lasse Boesen og Bo Spellerberg náðu sér ekki góðum af meiðslum fyrir mótið ákvað danski landsliðsþjálfarinn að geyma eitt sætið. Wilbek hefur eins og Guðmundur möguleika á að skrá inn sextánda leikmanninn til klukkan ellefu fyrir hádegi á hverjum leikdegi.

Danir spila sinn fyrsta leik á sunnudaginn þegar þeir mæta Slóvökum. Þeir eru einnig með Pólverjum og Serbum í riðli.

EM-hópur Dana:

Markmenn: Niklas Landin og Marcus Cleverly

Hornamenn: Hans Lindberg, Lasse Svan Hansen, Lars Christiansen og Anders Eggert

Línumenn: René og Henrik Toft Hansen

Útispilarar: Kasper Søndergaard, Mads Christiansen, Thomas Mogensen, Rasmus Lauge Schmidt, Mikkel Hansen og Nikolaj Markussen og Kasper Nielsen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×