Handbolti

Guðmundur búinn að velja EM-hópinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson.
Guðmundur Guðmundsson. Mynd/Pjetur
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, tilkynnti EM-hóp sinn á blaðamannafundi á Hótel Loftleiðum nú rétt áðan en þar kom í ljós að íslenska landsliðið verður án leikstjórnandans Snorra Steins Guðjónssonar á Evrópumótinu í Serbíu. Guðmundur valdi sautján menn en ætlar bara að tilkynna inn fimmtán leikmenn til að byrja með.

Snorri Steinn Guðjónsson er búinn að tilkynna Guðmundi það að hann verði ekki með íslenska liðinu í Serbíu þar sem hann ætlar að vera heima hjá konu sinni og nýfæddri dóttur. Íslenska liðið verður því án bæði Ólaf Stefánssonar og Snorra Steins Guðjónssonar á EM í Serbíu.

Hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson, markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson og vinstri skyttan Fannar Þór Friðgeirsson voru að æfa með íslenska landsliðinu en fá ekki að fara með að þessu sinni.

Tveir leikmenn í hópnum eru á leiðinni á sitt fyrsta stórmót en það eru þeir Rúnar Kárason, örvhent skytta úr Bergischer HC í Þýsklandi og Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikstjórnandi úr HK.

Oddur Grétarsson hornamaður úr Akureyri og Ólafur Guðmundsson vinstri skytta úr Nordsjælland hafa báðir verið með á einu stórmóti, Oddur var með á HM í fyrra en Ólafur á EM fyrir tveimur árum.

Fjórtán af sautján leikmönnum voru með á HM í Svíþjóð í fyrra og allir nema Þórir, Oddur, Ólafur Bjarki og Rúnar unnu brons á síðasta Evrópumóti sem fram fór í Austurríki fyrir tveimur árum.

EM-hópur Guðmundar

Markverðir

Björgvin Páll Gústavsson, Magdeburg

Hreiðar Leví Guðmundsson, Nötteröy

Vinstri hornamenn

Guðjón Valur Sigurðsson, AG Kaupmannahöfn

Oddur Grétarsson, Akureyri

Vinstri skyttur

Arnór Atlason, AG Kaupmannahöfn

Ólafur Guðmundsson, Nordsjælland

Leikstjórnendur

Aron Pálmarsson, Kiel

Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK

Hægri skyttur

Alexander Petersson, Fücshe Berlin

Rúnar Kárason, Bergischer HC

Hægri hornamenn

Þórir Ólafsson, KS Vive Targi Kielce

Ásgeir Örn Hallgrímsson, Hannover-Burgdorf

Línumenn

Róbert Gunnarsson, R-Neckar Löwen

Kári Kristján Kristjánsson, Wetzlar

Vignir Svavarsson, Hannover-Burgdorf

Varnarmenn

Sverre Jakobsson, Grosswallstadt

Ingimundur Ingimundarson, Fram

Þessir duttu út

Snorri Steinn Guðjónsson, AG Kaupmannahöfn

Arnór Þór Gunnarsson, TV Bittenfeld

Aron Rafn Eðvarðsson, Haukar

Fannar Þór Friðgeirsson, TV Emsdetten




Fleiri fréttir

Sjá meira


×