Handbolti

Enginn í landsliðinu hefur spilað áður við Finna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Íslenska landsliðið í handbolta mætir Finnum í æfingaleik í Laugardalshöllinni klukkan 19.30 en þetta verður fyrsti leikur þjóðanna í rúm þrettán ár. Enginn leikmaður íslenska landsliðsins í kvöld hefur spilað áður A-landsleik við Finna.

Ísland vann 24-19 sigur á Finnum í síðasta leik þjóðanna sem fram fór í Pasila í Finnlandi 26. september 1998 og var seinni leikur liðanna í undankeppni HM. Ísland hafði unnið fyrri leikinn 27-19 en hann fór fram í Smáranum þremur dögum áður.

Bjarki Sigurðsson var markahæstur í sigrinum í Finnlandi með níu mörk en Ólafur Stefánsson var næstmarkahæstur með fimm mörk. Bjarki skoraði 7 mörk í fyrri leiknum og var þá líka markahæstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×