Handbolti

Guðmundur: Ólafur Bjarki mun fá mun stærra hlutverki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Pjetur
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var ánægður með sigur sinna manna á Finnum í vináttulandsleiknum í Laugardalshöllinni í kvöld. Liðið spilaði þá í fyrsta sinn eftir að EM-hópurinn var tilkynntur en þá kom í ljóst að Snorri Steinn Guðjónsson verður ekki með í Serbíu.

HK-ingurinn Ólafur Bjarki Ragnarsson kom sterkur inn í kvöld og ljóst að hann mun fá tækifæri til að sýna sig og sanna með landsliðinu í Serbíu. „Eftir að Snorri Steinn gaf ekki kost á sér þá er það viðbúið að Ólafur Bjarki mun fá stærra hlutverk og það er bara jákvætt eins og staðan er og ég treysti honum í það. Hann er að spila vel í íslensku deildinni," sagði Guðmundur en viðtal við hann og aðra má sjá hér fyrir neðan.

Ingimundur Ingimundarson lék ekki með Íslandi í dag vegna meiðsla. "Ég vona bara það besta og að hann verði tilbúinn þegar út í þetta er komið. Það er búið að gera allt til að hjálpa upp á þennan bata, að hann verði sem hraðastur," sagði Guðmundur en Sverre Jakobsson og Vignir Svararsson léku allan leikinn í miðju varnarinnar í fjarveru Ingimundar.


Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Finnland 43-25

Ísland vann sannkallaðan stórsigur á Finnum 43-25 í vináttulandsleik í Laugardalshöllinni í kvöld. Þetta var lokaleikur liðsins fyrir EM í Serbíu sem hefst á sunnudaginn. Staðan í hálfleik var 21-16, Íslandi í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×