Verja verðlaun í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2012 09:00 Mynd/Diener Íslenska handboltalandsliðið er á leiðinni á sitt sjöunda Evrópumót og að þessu sinni liggur leið strákanna til Serbíu. Fyrir tveimur árum náðu strákarnir hápunktinum þegar þeir unnu bronsið í Austurríki. Það virðist ekki vera langt síðan mögnuð skutla Alexanders Petersson reddaði málunum í leiknum um 3. sætið á móti Póllandi og strákarnir okkar fögnuðu bronsinu skömmu síðar með silfur í hárinu. Nú tveimur árum síðar er komið að næsta Evrópumóti og strákarnir okkar eru í fyrsta sinn mættir á stórmót þar sem þeir hafa verðlaun að verja. Ólympíusilfrið vannst vissulega sautján mánuðum fyrr en næstu Ólympíuleikar eru ekki fyrr en í London í sumar. Saga íslenska landsliðsins á EM telur orðið sex mót en Ísland er ein af sjö þjóðum sem hafa verið með á öllum Evrópumótum á nýrri öld. 30. maí 1999 30. maí 1999 er einn af mörgum merkilegum dögum í sögu íslenska karlalandsliðsins í handbolta og örugglega með þeim allra dramatískustu. Þá fór fram lokaleikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2000 og eftir níu marka stórtap í fyrri leiknum á móti Sviss leit allt út fyrir að íslenska landsliðið myndi missa af fjórða Evrópumótinu í röð. Evrópumótið hafði farið fram á tveggja ára fresti frá og með árinu 1994 en íslenska landsliðið sat eftir í undankeppninni í hvert skipti. Króatía og Hvíta-Rússland skildu okkur eftir í riðlinum fyrir EM 1994, Rússar og Rúmenar fóru á EM 1996 úr okkar riðli og tveimur árum síðar sat íslenska liðið einnig eftir í undankeppninni en Júgóslavíu og Litháen komust áfram á EM 1998. Þarna voru Svisslendingar mættir í Kaplakrikann og máttu tapa með 8 eða 9 mörkum því það kom ekki í ljós fyrr en löngu eftir leik. Íslenska liðið skoraði sex síðustu mörk fyrri hálfleiks, var 16-10 yfir í hálfleik og vann leikinn að lokum með níu marka mun eftir að Róbert Julian Duranona skoraði lokamarkið þremur sekúndum fyrir leikslok.Átta eða níu mörk Það var þó engin sigurstund í leikslok, ekki síst eftir að vallarþulurinn tilkynnti að Íslendingar hefðu setið í riðlinum vegna þess að þeir höfðu skorað færri mörk á útivelli. Áhorfendur fóru því súrir heim og strákarnir í liðinu sáu enn eitt Evrópumótið renna sér úr greipum. Þegar fulltrúar HSÍ náðu loksins sambandi við Alþjóðahandknattleikssambandið, kom í ljós að íslenska liðið var komið áfram eftir allt saman þar sem liðið var með betri markatölu úr öllum leikjum riðilsins. Íslenska liðið hafði áður unnið tvo risasigra á Kýpur og það voru þeir sem skiluðu liðinu sæti á EM í Króatíu.Allir löngu farnir heim Áhorfendurnir voru löngu farnir heim en strákarnir fögnuðu sætinu á EM í Króatíu í klefanum. Biðin var löng eftir fyrsta Evrópumótinu en hún var einnig löng eftir fyrsta sigurleiknum á EM. Íslenska liðið tapaði nefnilega fyrstu fimm leikjum sínum og vann ekki leik fyrr en í leik um 11. og næstsíðasta sætið gegn Úkraínumönnum. Tveimur árum síðar var allt annað upp á teningnum þegar íslenska liðið komst alla leið í undanúrslitin en sá á eftir verðlaunum eftir 11 marka tap fyrir Svíum í undanúrslitaleiknum og 7 marka tap fyrir Dönum í leiknum um 3. sætið. EM Í Slóveníu 2004 voru mikil vonbrigði þar sem íslenska liðið vann ekki leik og komst ekki upp úr sínum riðli. Íslenska landsliðið endaði síðan í 7. sæti á EM í Sviss tveimur árum síðar eftir tap fyrir Króötum og Norðmönnum í síðustu tveimur leikjum sínum. Íslenska liðið fann sig ekki á Evrópumótinu í Noregi árið 2008. Íslenska liðið lá fyrir Svíum og Frökkum í riðlakeppninni og fór stigalaust inn í milliriðilinn. Eftir átta marka tap í fyrsta leik á móti Þjóðverjum var von um undanúrslitasæti úr sögunni en þá átti liðið sinn besta leik og vann átta marka sigur á Ungverjum. Ísland tapaði síðan með sjö mörkum fyrir Spánverjum í lokaleiknum og varð að sætta sig við 11. sætið.Mynd/AFPÆvintýrið í Austurríki Síðasta Evrópumót sem fram fór í Austurríki var hins vegar mikið ævintýri þótt byrjunarerfiðleikar í riðlinum bentu ekki til þess að liðið væri að fara að spila um verðlaun á mótinu. Íslenska liðið gerði jafntefli í tveimur fyrstu leikjum sínum á móti Serbíu og Austurríki eftir að vera nánast með unninn leik í þeim báðum. Liðið fór hins vegar með þrjú stig í milliriðilinn eftir glæsilegan fimm marka sigur á Dönum í lokaleik riðilsins. Ísland gerði jafntefli við Króata í fyrsta leiknum í milliriðlinum en tryggði sér síðan sæti í undanúrslitunum með því að vinna Rússa og Norðmenn. Íslensku strákarnir áttu ekki mikla möguleika í undanúrslitaleiknum á móti Frökkum en tryggðu sér bronsið með því að vinna 29-26 sigur á Pólverjum í leiknum um þriðja sætið. Nú er komið að því að verja bronsið og það er öllum ljóst að það verður mjög erfitt eftir ævintýrið frá því í Austurríki, ekki síst þar sem fyrirliðinn og hugsuðurinn Ólafur Stefánsson verður fjarri góðu gamni. Hvernig sem gengur mun íslenska þjóðin fylgjast vel með eins og alltaf. Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið er á leiðinni á sitt sjöunda Evrópumót og að þessu sinni liggur leið strákanna til Serbíu. Fyrir tveimur árum náðu strákarnir hápunktinum þegar þeir unnu bronsið í Austurríki. Það virðist ekki vera langt síðan mögnuð skutla Alexanders Petersson reddaði málunum í leiknum um 3. sætið á móti Póllandi og strákarnir okkar fögnuðu bronsinu skömmu síðar með silfur í hárinu. Nú tveimur árum síðar er komið að næsta Evrópumóti og strákarnir okkar eru í fyrsta sinn mættir á stórmót þar sem þeir hafa verðlaun að verja. Ólympíusilfrið vannst vissulega sautján mánuðum fyrr en næstu Ólympíuleikar eru ekki fyrr en í London í sumar. Saga íslenska landsliðsins á EM telur orðið sex mót en Ísland er ein af sjö þjóðum sem hafa verið með á öllum Evrópumótum á nýrri öld. 30. maí 1999 30. maí 1999 er einn af mörgum merkilegum dögum í sögu íslenska karlalandsliðsins í handbolta og örugglega með þeim allra dramatískustu. Þá fór fram lokaleikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2000 og eftir níu marka stórtap í fyrri leiknum á móti Sviss leit allt út fyrir að íslenska landsliðið myndi missa af fjórða Evrópumótinu í röð. Evrópumótið hafði farið fram á tveggja ára fresti frá og með árinu 1994 en íslenska landsliðið sat eftir í undankeppninni í hvert skipti. Króatía og Hvíta-Rússland skildu okkur eftir í riðlinum fyrir EM 1994, Rússar og Rúmenar fóru á EM 1996 úr okkar riðli og tveimur árum síðar sat íslenska liðið einnig eftir í undankeppninni en Júgóslavíu og Litháen komust áfram á EM 1998. Þarna voru Svisslendingar mættir í Kaplakrikann og máttu tapa með 8 eða 9 mörkum því það kom ekki í ljós fyrr en löngu eftir leik. Íslenska liðið skoraði sex síðustu mörk fyrri hálfleiks, var 16-10 yfir í hálfleik og vann leikinn að lokum með níu marka mun eftir að Róbert Julian Duranona skoraði lokamarkið þremur sekúndum fyrir leikslok.Átta eða níu mörk Það var þó engin sigurstund í leikslok, ekki síst eftir að vallarþulurinn tilkynnti að Íslendingar hefðu setið í riðlinum vegna þess að þeir höfðu skorað færri mörk á útivelli. Áhorfendur fóru því súrir heim og strákarnir í liðinu sáu enn eitt Evrópumótið renna sér úr greipum. Þegar fulltrúar HSÍ náðu loksins sambandi við Alþjóðahandknattleikssambandið, kom í ljós að íslenska liðið var komið áfram eftir allt saman þar sem liðið var með betri markatölu úr öllum leikjum riðilsins. Íslenska liðið hafði áður unnið tvo risasigra á Kýpur og það voru þeir sem skiluðu liðinu sæti á EM í Króatíu.Allir löngu farnir heim Áhorfendurnir voru löngu farnir heim en strákarnir fögnuðu sætinu á EM í Króatíu í klefanum. Biðin var löng eftir fyrsta Evrópumótinu en hún var einnig löng eftir fyrsta sigurleiknum á EM. Íslenska liðið tapaði nefnilega fyrstu fimm leikjum sínum og vann ekki leik fyrr en í leik um 11. og næstsíðasta sætið gegn Úkraínumönnum. Tveimur árum síðar var allt annað upp á teningnum þegar íslenska liðið komst alla leið í undanúrslitin en sá á eftir verðlaunum eftir 11 marka tap fyrir Svíum í undanúrslitaleiknum og 7 marka tap fyrir Dönum í leiknum um 3. sætið. EM Í Slóveníu 2004 voru mikil vonbrigði þar sem íslenska liðið vann ekki leik og komst ekki upp úr sínum riðli. Íslenska landsliðið endaði síðan í 7. sæti á EM í Sviss tveimur árum síðar eftir tap fyrir Króötum og Norðmönnum í síðustu tveimur leikjum sínum. Íslenska liðið fann sig ekki á Evrópumótinu í Noregi árið 2008. Íslenska liðið lá fyrir Svíum og Frökkum í riðlakeppninni og fór stigalaust inn í milliriðilinn. Eftir átta marka tap í fyrsta leik á móti Þjóðverjum var von um undanúrslitasæti úr sögunni en þá átti liðið sinn besta leik og vann átta marka sigur á Ungverjum. Ísland tapaði síðan með sjö mörkum fyrir Spánverjum í lokaleiknum og varð að sætta sig við 11. sætið.Mynd/AFPÆvintýrið í Austurríki Síðasta Evrópumót sem fram fór í Austurríki var hins vegar mikið ævintýri þótt byrjunarerfiðleikar í riðlinum bentu ekki til þess að liðið væri að fara að spila um verðlaun á mótinu. Íslenska liðið gerði jafntefli í tveimur fyrstu leikjum sínum á móti Serbíu og Austurríki eftir að vera nánast með unninn leik í þeim báðum. Liðið fór hins vegar með þrjú stig í milliriðilinn eftir glæsilegan fimm marka sigur á Dönum í lokaleik riðilsins. Ísland gerði jafntefli við Króata í fyrsta leiknum í milliriðlinum en tryggði sér síðan sæti í undanúrslitunum með því að vinna Rússa og Norðmenn. Íslensku strákarnir áttu ekki mikla möguleika í undanúrslitaleiknum á móti Frökkum en tryggðu sér bronsið með því að vinna 29-26 sigur á Pólverjum í leiknum um þriðja sætið. Nú er komið að því að verja bronsið og það er öllum ljóst að það verður mjög erfitt eftir ævintýrið frá því í Austurríki, ekki síst þar sem fyrirliðinn og hugsuðurinn Ólafur Stefánsson verður fjarri góðu gamni. Hvernig sem gengur mun íslenska þjóðin fylgjast vel með eins og alltaf.
Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira