Handbolti

Guðjón Valur spilaði aftur allan leikinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Valur í leiknum í gær.
Guðjón Valur í leiknum í gær. Mynd/Vilhelm
Guðjón Valur var aftur eini leikmaður íslenska landsliðsins sem spilaði hverja einustu sekúndu í leiknum gegn Noregi í gær - alveg eins og gegn Króatíu á mánudaginn.

Þetta er þó ekkert nýtt fyrir Guðjón Val sem hefur lengi verið lykilmaður í íslenska landsliðinu enda einn allra besti hornamaður heims.

Mínúturnar dreifðust meira á milli leikmanna en í leiknum gegn Króatíu og enginn nema Guðjón Valur spilaði í meira en 50 mínútur. Ólafur Guðmundsson og Kári Kristján Kristjánsson voru þeir einu sem komu ekkert við sögu en þeir Aron Rafn Eðvarðsson, Oddur Gretarsson og Rúnar Kárason eru allir fyrir utan hóp.

Hér fyrir neðan má sjá fjölda mínútna sem hver leikmaður spilaði í gær.

Guðjón Valur Sigurðsson 60:00 mínútur

Arnór Atlason 48:49

Aron Pálmarsson 45:41

Þórir Ólafsson 42:04

Alexander Petersson 41:45

Björgvin Páll Gústavsson 40:51

Ásgeir Örn Hallgrímsson 36:11

Sverre Jakobsson 28:08

Róbert Gunnarsson 27:15

Hreiðar Levý Guðmundsson 19:09

Vignir Svavarsson 15:48

Ingimundur Ingimundarson 13:30

Ólafur Bjarki Ragnarsson 0:49




Fleiri fréttir

Sjá meira


×