Handbolti

Michael Guigou ekki meira með Frökkum á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Giugou ræðir við fréttamenn í Serbíu.
Michael Giugou ræðir við fréttamenn í Serbíu. Nordic Photos / AFP
Hornamaðurinn öflugi, Michael Giugou, mun ekki spila meira með franska landsliðinu á EM í Serbíu vegna meiðsla. „Líkaminn getur ekki meir," skrifaði hann á heimasíðuna sína.

„Það væri óforsvaranlegt að halda áfram," skrifaði hann enn fremur en hann er nú að jafna sig eftir að hafa gengist undir aðgerð fyrr í haust. En það er spilað þétt á EM og álagið því mikið.

„Mér finnst leiðinlegt að fara frá félögum mínum nú en það er rétt ákvörðun," segir á heimasíðunni. Frakkar eru með tvö stig eftir sigur á rússum í gær en liðið tapaði óvænt fyrir Spánverjum í fyrstu umferðinni.

Frakkland mætir Ungverjalandi á morgun og þarf á sigri að halda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×