Handbolti

Rhein Neckar-Löwen í undanúrslit EHF-keppninnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd / Stefán
Lærisveinar Guðmundar Þórðar Guðmundssonar í Rhein Neckar-Löwen eru komnir í undanúrslit EHF-keppninnar í handbolta. Liðið lagði Velenje frá Slóveníu í síðari leik liðanna í Þýskalandi í dag 30-29.

Rhein Neckar-Löwen hafði tveggja marka forskot fyrir leikinn en liðið vann 27-25 útisigur í Slóveníu. Slóvenarnir veittu þó Þjóðverjunum harða keppni í dag en þeir hefðu meðal annars eins marks forystu í hálfleik 14-15.

Þá voru Slóvenarnir yfir 29-28 þegar lítið lifði leiks. Ljónin náðu hins vegar að skora tvö síðustu mörkin og tryggja sig áfram í keppninni samanlagt 57-54.

Uwe Gensheimer var markahæstur heimamanna með sjö mörk. Róbert Gunnarsson komst ekki á blað.

Í Göppingen unnu heimamenn sigur Dinamo Minsk frá Hvíta-Rússland 34-27. Minsk vann fyrri leikinn með fjórum mörkum þ.a. Göppingen komst áfram samanlagt 57-54.

Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson dæmdu leikinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×