Staðið við í Hafravatni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. maí 2012 15:15 Einfalt og ókeypis er að stunda silungsveiði í Hafravatni. Mynd/Garðar Veiðimenn ýmist óðu frá bakkanum eða reru út á bátum á Hafravatni á frídegi verkalýðsins í gær. Eldri herramaður sem rætt var við laust eftir hádegi sagðist ekkert hafa orðið var þann tæpa hálf tíma sem hann hafði þá staðið við. Kvaðst hann vera að hugsa um að færa sig frá norðanverðum austurbakka vatnsins að suðurenda þess þar sem kannski væri meiri von. Var þar vanur maður á ferð sem upplýsti að hann hefði fengið fjörtíu urriða í Hafravatni í apríl í fyrra. „Þetta er mest allt smár fiskur, kannski um þrjú hundruð grömm en afbragðs matfiskur," sagði veiðimaðurinn ákveðinn í að fara ekki tómhentur heim í eldhús. Þess má geta að ekki er tekið gjald fyrir veiða í Hafravatni. Stangveiði Mest lesið Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum Veiði Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Styttist í að Ytri Rangá detti í 5.000 laxa Veiði Hnúðlaxar veiðast sem aldrei fyrr Veiði Fín veiði í Eyrarvatni Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði Urriðagangan er á laugardaginn Veiði
Veiðimenn ýmist óðu frá bakkanum eða reru út á bátum á Hafravatni á frídegi verkalýðsins í gær. Eldri herramaður sem rætt var við laust eftir hádegi sagðist ekkert hafa orðið var þann tæpa hálf tíma sem hann hafði þá staðið við. Kvaðst hann vera að hugsa um að færa sig frá norðanverðum austurbakka vatnsins að suðurenda þess þar sem kannski væri meiri von. Var þar vanur maður á ferð sem upplýsti að hann hefði fengið fjörtíu urriða í Hafravatni í apríl í fyrra. „Þetta er mest allt smár fiskur, kannski um þrjú hundruð grömm en afbragðs matfiskur," sagði veiðimaðurinn ákveðinn í að fara ekki tómhentur heim í eldhús. Þess má geta að ekki er tekið gjald fyrir veiða í Hafravatni.
Stangveiði Mest lesið Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum Veiði Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Styttist í að Ytri Rangá detti í 5.000 laxa Veiði Hnúðlaxar veiðast sem aldrei fyrr Veiði Fín veiði í Eyrarvatni Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði Urriðagangan er á laugardaginn Veiði