Sverre: Við erum bara nokkuð góðir Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 4. ágúst 2012 21:12 Sverre Jakobsson fer yfir málin með Nikola Karabatic í kvöld. Mynd/Valli Sverre Jakobsson var í mikilvægu hlutverki gegn Frökkum í kvöld en varnarleikur íslenska liðsins hefur verið með eindæmum góður í leikjum Íslands á Ólympíuleikunum til þessa. Það var engin undantekning í kvöld þegar að strákarnir okkar unnu magnaðan sigur á Frökkum. „Við höfum beðið eftir þessu í ansi langan tíma. Stundum snýst þetta bara um að snúa trúnni sér í hag og bera ekki of mikla virðingu fyrir andstæðningnum. Við höfum reynt að vinna í því lengi og með þessum sigri í kvöld tel ég að við höfum tekið stórt skref í rétta átt," sagði Sverre. „Þetta var hrikalega erfitt en að leiknum loknum er tilfinningin rosalega sæt. Sigurinn er flottur fyrir okkur, flottur fyrir hugarfarið og flottur fyrir framhaldið." „Við megum samt ekki gleyma því að þessi sigur gefur okkur bara tvö stig og mögulega aðeins auðveldari andstæðing í 8-liða úrslitum. Við verðum því að nota þennan sigur í kvöld - við verðum að setja kassann út og segja að við séum bara nokkuð góðir. Við ætlum að fara langt." Strákarnir voru duglegir að fagna hverjum einasta áfanga í kvöld - ekki bara mörkunum heldur einnig þegar að þeir náðu að stöðva sóknaraðgerðr Frakkanna, sem gerðist ósjaldan. „Við verðum að halda okkur á tánum og við notum allar leiðir til þess. Ef maður nær að gera eitthvað gott í vörninni þá verður maður að sýna fyrir sjálfum sér og öllum öðrum að maður ætli að halda þessu áfram. Allt svona smitar út frá sér - þegar ég sé Didda fagna við hliðina á mér get ég ekki annað en brosað og sett upp hnefann fyrir hans hönd." „Það eru þessir litli hlutir sem gerir okkur að liði og skipta svo miklu máli. Að ná hnefa í andstæðinginn er eins og að skora gott mark." Strákarnir fengu sjö brottvísanir í kvöld gegn fjórum frá Frökkum. Það hefur verið helsta vandamál okkar á þessu móti og Sverre segir að það þurfi að bæta úr þessu. „Einhvern tímann mun það koma í bakið á okkur. Við getum ekki alltaf treyst því að við náum að standa þetta af okkur. En vörnin var góð í dag og nú gildir bara að halda áfram. Við fögnum þessu í kvöld en eftir það hefst undirbúningur fyrir framhaldið. Þessi sigur gefur okkur ekkert nema að við höldum áfram á þessari braut." Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sjá meira
Sverre Jakobsson var í mikilvægu hlutverki gegn Frökkum í kvöld en varnarleikur íslenska liðsins hefur verið með eindæmum góður í leikjum Íslands á Ólympíuleikunum til þessa. Það var engin undantekning í kvöld þegar að strákarnir okkar unnu magnaðan sigur á Frökkum. „Við höfum beðið eftir þessu í ansi langan tíma. Stundum snýst þetta bara um að snúa trúnni sér í hag og bera ekki of mikla virðingu fyrir andstæðningnum. Við höfum reynt að vinna í því lengi og með þessum sigri í kvöld tel ég að við höfum tekið stórt skref í rétta átt," sagði Sverre. „Þetta var hrikalega erfitt en að leiknum loknum er tilfinningin rosalega sæt. Sigurinn er flottur fyrir okkur, flottur fyrir hugarfarið og flottur fyrir framhaldið." „Við megum samt ekki gleyma því að þessi sigur gefur okkur bara tvö stig og mögulega aðeins auðveldari andstæðing í 8-liða úrslitum. Við verðum því að nota þennan sigur í kvöld - við verðum að setja kassann út og segja að við séum bara nokkuð góðir. Við ætlum að fara langt." Strákarnir voru duglegir að fagna hverjum einasta áfanga í kvöld - ekki bara mörkunum heldur einnig þegar að þeir náðu að stöðva sóknaraðgerðr Frakkanna, sem gerðist ósjaldan. „Við verðum að halda okkur á tánum og við notum allar leiðir til þess. Ef maður nær að gera eitthvað gott í vörninni þá verður maður að sýna fyrir sjálfum sér og öllum öðrum að maður ætli að halda þessu áfram. Allt svona smitar út frá sér - þegar ég sé Didda fagna við hliðina á mér get ég ekki annað en brosað og sett upp hnefann fyrir hans hönd." „Það eru þessir litli hlutir sem gerir okkur að liði og skipta svo miklu máli. Að ná hnefa í andstæðinginn er eins og að skora gott mark." Strákarnir fengu sjö brottvísanir í kvöld gegn fjórum frá Frökkum. Það hefur verið helsta vandamál okkar á þessu móti og Sverre segir að það þurfi að bæta úr þessu. „Einhvern tímann mun það koma í bakið á okkur. Við getum ekki alltaf treyst því að við náum að standa þetta af okkur. En vörnin var góð í dag og nú gildir bara að halda áfram. Við fögnum þessu í kvöld en eftir það hefst undirbúningur fyrir framhaldið. Þessi sigur gefur okkur ekkert nema að við höldum áfram á þessari braut."
Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sjá meira