Ólafur: Árangur okkar engin tilviljun Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 4. ágúst 2012 21:30 Mynd/Valli Landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson var með báða fætur á jörðinni eftir sigurinn í kvöld og minnti á að það er enn mikið eftir af þessu móti. Ísland vann í kvöld Frakka á glæsilegan máta og þar með sinn fjórða sigur í röð á Ólympíuleikunum í London. Liðið trónir á toppi A-riðils með fullt hús stiga og á einn leik eftir - gegn Bretum á mánudag. „Því miður getum við bara leyft okkur að njóta þessa sigurs í kvöld en svo er það bara búið," sagði landsliðsfyrirliðinn. „Við vorum að brjóta ákveðinn ís með þessum sigri í kvöld. Sýndum að árangurinn okkar er engin tilviljun heldur að við erum bara nokkuð þéttir." „Einu vandræðin sem við lendum í er þegar við verðum einum færri. Annars erum við nokkuð slípaðir og flottir og verðum við að kunna þá list að vera efstir, með kassann úti og verða svo enn betri eftir því sem sjálfstraustið eykst." „Við fáum nú lið sem er í fjórða sæti í hinum riðlinum í 8-liða úrslitum en það er alveg ljóst að ein sekúnda af vanmati fyrir þann leik getur verið mjög skaðlegt." „Ég vil þó helst ekki talað mikið um það. Nú túttnum við út af öllum þessu góða sem við gerðum." Ólafur bendir á að það hafi verið ýmsilegt við leik íslenska liðsins sem hægt er að bæta. „Við gerðum of mikið af tæknifeilum í dag og Bjöggi bjargaði okkur nokkrum sinnum vel í markinu. Vörnin var samt mjög þétt og auðvitað margt gott við þetta." Hann segir að í einu skiptin sem íslenska liðið gefi færi á sér er þegar það missir mann út af og lendir í undirtölu. „Þá vill takturinn detta úr liðinu og andstæðingurinn reynir að ganga á lagið. Auðvitað eru varnarmennirnir okkar að sinna mjög erfiðri vinnu og það er ekkert létt að vera alltaf réttu megin við strikið, þó svo að margir dómarnir hafi verið vafasamir." „Þetta var góður sigur fyrir sjálfstraustið. Menn geta talað um sæta sigra en það er bara svo skammvinnt. Nú höldum við áfram því í svona móti hefur maður engan tíma til að njóta sætra sigra." Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson var með báða fætur á jörðinni eftir sigurinn í kvöld og minnti á að það er enn mikið eftir af þessu móti. Ísland vann í kvöld Frakka á glæsilegan máta og þar með sinn fjórða sigur í röð á Ólympíuleikunum í London. Liðið trónir á toppi A-riðils með fullt hús stiga og á einn leik eftir - gegn Bretum á mánudag. „Því miður getum við bara leyft okkur að njóta þessa sigurs í kvöld en svo er það bara búið," sagði landsliðsfyrirliðinn. „Við vorum að brjóta ákveðinn ís með þessum sigri í kvöld. Sýndum að árangurinn okkar er engin tilviljun heldur að við erum bara nokkuð þéttir." „Einu vandræðin sem við lendum í er þegar við verðum einum færri. Annars erum við nokkuð slípaðir og flottir og verðum við að kunna þá list að vera efstir, með kassann úti og verða svo enn betri eftir því sem sjálfstraustið eykst." „Við fáum nú lið sem er í fjórða sæti í hinum riðlinum í 8-liða úrslitum en það er alveg ljóst að ein sekúnda af vanmati fyrir þann leik getur verið mjög skaðlegt." „Ég vil þó helst ekki talað mikið um það. Nú túttnum við út af öllum þessu góða sem við gerðum." Ólafur bendir á að það hafi verið ýmsilegt við leik íslenska liðsins sem hægt er að bæta. „Við gerðum of mikið af tæknifeilum í dag og Bjöggi bjargaði okkur nokkrum sinnum vel í markinu. Vörnin var samt mjög þétt og auðvitað margt gott við þetta." Hann segir að í einu skiptin sem íslenska liðið gefi færi á sér er þegar það missir mann út af og lendir í undirtölu. „Þá vill takturinn detta úr liðinu og andstæðingurinn reynir að ganga á lagið. Auðvitað eru varnarmennirnir okkar að sinna mjög erfiðri vinnu og það er ekkert létt að vera alltaf réttu megin við strikið, þó svo að margir dómarnir hafi verið vafasamir." „Þetta var góður sigur fyrir sjálfstraustið. Menn geta talað um sæta sigra en það er bara svo skammvinnt. Nú höldum við áfram því í svona móti hefur maður engan tíma til að njóta sætra sigra."
Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sjá meira