Umfjöllun og viðtöl: Fram - Tertnes 21 - 18 | Fram úr leik Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. október 2012 00:01 Mynd/Vilhelm Þrátt fyrir góða baráttu náðu leikmenn Fram ekki að vinna upp stórt forskot Tertnes í Safamýrinni í dag. Allt annað var að sjá til liðsins miðað við fyrri leik liðanna sem fór fram í gær. Róðurinn var þungur fyrir Framara eftir 14 marka tap í fyrri leik liðanna í gær. Greinilegt var frá fyrstu mínútu að leikmenn Fram voru ekki búnar að hengja haus. Varnarleikur liðsins var til fyrirmyndar og börðust fyrir hverjum bolta. Þær náðu mest sex marka forskoti í fyrri hálfleik í stöðunni 10-4. Hinsvegar skoruðu leikmenn Tertnes næstu tvö mörk og löguðu stöðuna aðeins fyrir hálfleikinn. Tertnes vaknaði til lífsins í seinni hálfleik og byrjuðu fljótlega að saxa á forskot Framara. Í stöðunni 13-12 tók hinsvegar Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram leikhlé og eftir það gáfu leikmenn Fram aftur í. Við tók góður kafli þar sem þær náðu aftur fimm marka forskoti sem Tertnes náði aðeins að saxa á undir lokin en skilaði að lokum þriggja marka sigri Framara, 21-18. Stella Sigurðardóttir var atkvæðamest í liði Fram með 6 mörk og Elísabet Gunnarsdóttir bætti við 5 mörkum. Í markinu stóð Guðrún Ósk Maríasdóttir sig vel og varði 14 bolta. Í liði Tertnes var Linn Grosse markahæst með 5 mörk og varði Sakura Hauge 22 bolta í markinu. Elísabet: Áttum fullt inni"Við klúðruðum þessu einfaldlega í leiknum í gær. Það eina sem var í stöðunni var að taka sig til í andlitinu og gera betur í dag," sagði Elísabet Gunnarsdóttir, leikmaður Fram eftir leikinn. "Við höfðum engu að tapa og allt að vinna. Þetta skipti miklu máli upp á sjálfstraustið að spila vel í dag." Allt annað var að sjá til liðsins miðað við leik liðanna í gær. "Þetta er allt annað lið en í gær, kannski var það engin pressa í dag sem hjálpaði kannski. Það hefði hinsvegar verið ótrúlega gaman að gera betur í gær og gera alvöru leik úr þessu hér í dag." "Við áttum fullt inni frá því í gær og vorum staðráðnar að gera betur. Við skulduðum okkur og áhorfendunum betri frammistöðu eftir að hafa gert í brækurnar í gær." Á kafla í fyrri hálfleik virtust leikmenn Fram eiga möguleika á að ná upp fjórtán marka forskotinu þegar þær náðu sex marka forskoti. "Maður hugsaði auðvitað að þetta væri ekki búið og að í okkar villtustu draumum væri ennþá möguleiki. Þetta var hinsvegar svo rosalega erfitt, við hefðum þurft að vinna með fimmtán mörkum sem er mikil bjartsýni," sagði Elísabet. Hildigunnur: Ætluðum ekki að vera kærulausar"Þetta reyndist okkur vel, við einfaldlega komum okkur áfram með leiknum í gær," sagði Hildigunnur Einarsdóttir, leikmaður Tertnes IL eftir leikinn í dag. "Þær sýndu sitt rétta andlit á meðan við vorum einfaldlega hrikalega lélegar sóknarlega." Allt annað var að sjá til Framliðsins sem spilaði mjög grimma vörn í dag. "Þær náðu að halda okkur í fjórum mörkum nánast allan hálfleikinn sem segir bæði hvað við vorum slakar sóknarlega og hvað þær voru mikið betri en við." "Við ætluðum ekki að vera kærulausar en því miður komum við þannig inn. Varnarlega vorum við þannig, að fá á sig 21 mark er ekkert slæmt. Sóknarlega vorum við daprar en sem betur fer kláruðum við þetta verkefni," sagði Hildigunnur. Stella: Sýndum okkar rétta andlit"Við sýndum okkar rétta andlit hérna, frábær varnarleikur og baráttan var til fyrirmyndar. Við vorum allar jafn harðar af sér í vörninni, þeir gátu lítið rekið útaf ef við vorum allar jafn harðar í varnarleiknum," sagði Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram eftir leikinn. "Vörnin hélt eiginlega allan leikinn, það var ekki veikan blett að finna í fyrri hálfleik. Guðrún var líka frábær í markinu í dag, þetta er það sem vantaði í gær, varnarleikurinn og markvarslan." "Við hreinlega mættum ekki til leiks í seinni hálfleik í gær. Ef að við hefðum spilað svona í gær hefði þetta verið hörkuspennandi hver fór áfram en því miður var hausinn ekki í lagi í gær." Stuttu fyrir hálfleik voru leikmenn Fram með sex marka forskot og voru ennþá í möguleika á að komast áfram úr þessarri rimmu. "Við vorum alltaf að stefna að því að vinna leikinn, fjórtán mörk er rosalega stórt til að vinna upp. Við lögðum einfaldlega upp með að vinna leikinn og við gerðum það sem er flott." Fram er úr leik í Evrópukeppninni eftir þennan leik. "Við þurfum að mæta í alla leiki svona, við höfum sýnt það í vetur að ef við mætum á hælunum þá eigum við í erfiðleikum. Ef við byrjum leikina vel, þá munu liðin eiga í erfiðleikum með okkur," sagði Stella. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Þrátt fyrir góða baráttu náðu leikmenn Fram ekki að vinna upp stórt forskot Tertnes í Safamýrinni í dag. Allt annað var að sjá til liðsins miðað við fyrri leik liðanna sem fór fram í gær. Róðurinn var þungur fyrir Framara eftir 14 marka tap í fyrri leik liðanna í gær. Greinilegt var frá fyrstu mínútu að leikmenn Fram voru ekki búnar að hengja haus. Varnarleikur liðsins var til fyrirmyndar og börðust fyrir hverjum bolta. Þær náðu mest sex marka forskoti í fyrri hálfleik í stöðunni 10-4. Hinsvegar skoruðu leikmenn Tertnes næstu tvö mörk og löguðu stöðuna aðeins fyrir hálfleikinn. Tertnes vaknaði til lífsins í seinni hálfleik og byrjuðu fljótlega að saxa á forskot Framara. Í stöðunni 13-12 tók hinsvegar Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram leikhlé og eftir það gáfu leikmenn Fram aftur í. Við tók góður kafli þar sem þær náðu aftur fimm marka forskoti sem Tertnes náði aðeins að saxa á undir lokin en skilaði að lokum þriggja marka sigri Framara, 21-18. Stella Sigurðardóttir var atkvæðamest í liði Fram með 6 mörk og Elísabet Gunnarsdóttir bætti við 5 mörkum. Í markinu stóð Guðrún Ósk Maríasdóttir sig vel og varði 14 bolta. Í liði Tertnes var Linn Grosse markahæst með 5 mörk og varði Sakura Hauge 22 bolta í markinu. Elísabet: Áttum fullt inni"Við klúðruðum þessu einfaldlega í leiknum í gær. Það eina sem var í stöðunni var að taka sig til í andlitinu og gera betur í dag," sagði Elísabet Gunnarsdóttir, leikmaður Fram eftir leikinn. "Við höfðum engu að tapa og allt að vinna. Þetta skipti miklu máli upp á sjálfstraustið að spila vel í dag." Allt annað var að sjá til liðsins miðað við leik liðanna í gær. "Þetta er allt annað lið en í gær, kannski var það engin pressa í dag sem hjálpaði kannski. Það hefði hinsvegar verið ótrúlega gaman að gera betur í gær og gera alvöru leik úr þessu hér í dag." "Við áttum fullt inni frá því í gær og vorum staðráðnar að gera betur. Við skulduðum okkur og áhorfendunum betri frammistöðu eftir að hafa gert í brækurnar í gær." Á kafla í fyrri hálfleik virtust leikmenn Fram eiga möguleika á að ná upp fjórtán marka forskotinu þegar þær náðu sex marka forskoti. "Maður hugsaði auðvitað að þetta væri ekki búið og að í okkar villtustu draumum væri ennþá möguleiki. Þetta var hinsvegar svo rosalega erfitt, við hefðum þurft að vinna með fimmtán mörkum sem er mikil bjartsýni," sagði Elísabet. Hildigunnur: Ætluðum ekki að vera kærulausar"Þetta reyndist okkur vel, við einfaldlega komum okkur áfram með leiknum í gær," sagði Hildigunnur Einarsdóttir, leikmaður Tertnes IL eftir leikinn í dag. "Þær sýndu sitt rétta andlit á meðan við vorum einfaldlega hrikalega lélegar sóknarlega." Allt annað var að sjá til Framliðsins sem spilaði mjög grimma vörn í dag. "Þær náðu að halda okkur í fjórum mörkum nánast allan hálfleikinn sem segir bæði hvað við vorum slakar sóknarlega og hvað þær voru mikið betri en við." "Við ætluðum ekki að vera kærulausar en því miður komum við þannig inn. Varnarlega vorum við þannig, að fá á sig 21 mark er ekkert slæmt. Sóknarlega vorum við daprar en sem betur fer kláruðum við þetta verkefni," sagði Hildigunnur. Stella: Sýndum okkar rétta andlit"Við sýndum okkar rétta andlit hérna, frábær varnarleikur og baráttan var til fyrirmyndar. Við vorum allar jafn harðar af sér í vörninni, þeir gátu lítið rekið útaf ef við vorum allar jafn harðar í varnarleiknum," sagði Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram eftir leikinn. "Vörnin hélt eiginlega allan leikinn, það var ekki veikan blett að finna í fyrri hálfleik. Guðrún var líka frábær í markinu í dag, þetta er það sem vantaði í gær, varnarleikurinn og markvarslan." "Við hreinlega mættum ekki til leiks í seinni hálfleik í gær. Ef að við hefðum spilað svona í gær hefði þetta verið hörkuspennandi hver fór áfram en því miður var hausinn ekki í lagi í gær." Stuttu fyrir hálfleik voru leikmenn Fram með sex marka forskot og voru ennþá í möguleika á að komast áfram úr þessarri rimmu. "Við vorum alltaf að stefna að því að vinna leikinn, fjórtán mörk er rosalega stórt til að vinna upp. Við lögðum einfaldlega upp með að vinna leikinn og við gerðum það sem er flott." Fram er úr leik í Evrópukeppninni eftir þennan leik. "Við þurfum að mæta í alla leiki svona, við höfum sýnt það í vetur að ef við mætum á hælunum þá eigum við í erfiðleikum. Ef við byrjum leikina vel, þá munu liðin eiga í erfiðleikum með okkur," sagði Stella.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira