Viðskipti innlent

Engar hvalveiðar fyrrihluta sumars

Engar hvalveiðar verða á vegum Hvals hf fyrrihluta sumars, að minnsta kosti. Um þrjátíu manns missa vinnuna vegna þessa. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, tilkynnti starfsmönnum þetta í gær.

Gunnlaugur Fjólar Gunnlaugsson verkstjóri í Hvalstöðinni sagði í samtali við fréttastofu að tekin yrði ákvörðun um það síðar í sumar hvort að haldið yrði til veiða í ágúst.

Starfsmönnum var tilkynnt um að skýringin væri meðal annars sú að verksmiðja, sem vinnur úr hvalaafurðum í japan hafi laskast í flóðbylgjunni vegna Jarðskjálftans mikla  og veitingamarkaðurinn hafi einnig hrunið og því sé ekki hægt að hefja veiðar sem stendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×