Viðskipti innlent

Skilanefndirnar dæla milljörðum inn í All Saints

Jón Hákon Halldórsson skrifar
All Saints þarf á endurfjármögnun að halda.
All Saints þarf á endurfjármögnun að halda.
Stjórnendur tískuvörukeðjunnar All Saints eru núna um helgina að freista þess að fá nýjan fjárfesti inn í félagið.

Fréttastofa bresku Sky sjónvarpsstöðvarinnar segir að þörf sé á tugi milljóna sterlingspunda til að halda rekstri fyrirtækisins áfram. Sky fullyrðir að skilanefndir Glitnis og Kaupþings, sem eiga All Saints að fullu, séu reiðubúnar til þess að dæla peningum inn í félagið til að aðstoða við fjármögnun til skamms tíma.

Á fréttavef Sky er fullyrt að skilanefndirnar hafi sett 20 milljónir sterlingspunda, um 3,7 milljörðum íslenskra króna, inn í félagið fyrir nokkrum mánuðum og ætli nú að bæta við til að vernda fjárfestingu sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×