Viðskipti innlent

Hrein eign lífeyrissjóða orðin 1.935 milljarðar

Hrein eign lífeyrissjóða var 1.935 milljarða kr. í lok janúar og hækkaði um 17,8 milljarða kr. í mánuðinum eða um 0,9%.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að innlend verðbréfaeign hækkaði um 9,4 milljarða kr. og nam rúmlega 1.359 milljörðum kr. í lok mánaðarins. Hækkunina má að mestu leyti rekja til aukningar á eign lífeyrissjóða á ríkisverðbréfum eða sem nemur um 7,4 milljörðum kr.

Erlend verðbréfaeign nam um 481 milljörðum kr. í lok janúar og hækkaði um rúma 8 milljarða kr. frá fyrri mánuði.

Í hagtölunum segir að vert sé að taka fram að ekki liggur fyrir endanlegt uppgjör sjóðanna og því er um að ræða bráðabirgðatölur sem geta tekið breytingum. Breytingar verða gerðar eftir því sem endurskoðun lífeyrissjóðanna liggur fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×