Viðskipti innlent

Uppboð á lausafjármunum í Vöruhóteli Eimskips

Laugardaginn 12. mars klukkan 11:00,  verða boðnir upp lausafjármunir í húsnæði Vöruhótels Eimskips, Sundabakka 2, Reykjavík. Fulltrúi Sýslumannsins í Reykjavík annast og stýrir uppboðinu.

Í tilkynningu segir að margs konar vara verður boðin upp, svo sem bifreiðar, verkfæri, innréttingar, húsgögn, fatnaður, leikföng og margt  fleira.

Debetkort og/eða peningar eru einungis tekin gild sem greiðsla (ekki er tekið á móti ávísunum né kreditkortum). Greiðsla skal fara fram við hamarshögg. 

Nánari upplýsingar um lausafjármuni sem boðnir verða upp munu liggja frammi á uppboðsstað frá klukkan 11:00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×