Viðskipti innlent

Vill banna allt brottkast á fiski

Maria Damanaki Segir útfærslu banns geta orðið flókna, en nauðsynlega.
Nordicphotos/AFP
Maria Damanaki Segir útfærslu banns geta orðið flókna, en nauðsynlega. Nordicphotos/AFP
„Ef við tökumst ekki á við þetta vandamál núna mun það koma í bakið á okkur síðar meir,“ sagði Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri framkvæmdastjórnar Evrópusambandins, þegar hún ávarpaði Evrópuþingið á þriðjudag.

Hún var að tala um brottkast afla úr fiskiskipum Evrópusambandsins, og sagði nauðsynlegt að banna það með öllu í væntanlegri endurskoðun sjávarútvegsstefna sambandsins.

Hún benti á að þótt heildarbrottkastið væri líklega aðeins um átta prósent af heildarfiskafla væri hlutfallið allt upp í 70 prósent í sumum fisktegundum.- gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×