Handbolti

Ungverjar unnu Brassana með tólf marka mun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tamas Mocsai skorar hér eitt marka sinna í leiknum í dag.
Tamas Mocsai skorar hér eitt marka sinna í leiknum í dag. Mynd/AFP

Ungverjar unnu öruggan tólf marka sigur á Brasilíu, 36-24, í fyrsta leik dagsins í riðli Íslands á HM í handbolta í Svíþjóð. Ungverjar hafa því unnið tvo leiki í röð síðan að þeir töpuðu fyrir íslenska landsliðinu í fyrsta leik.

Ungverjar stungu af í lok fyrri hálfleiks en staðan var 8-7 fyrir Ungverjaland þegar 18 mínútur voru liðnar af leiknum. Ungverjar unnu síðustu tólf mínútur hálfleiksins 10-4 og voru því yfir 18-11 í hálfleik.

Brassar náðu að minnka muninn niður í fimm mörk í seinni hálfleik en nær komust þeir ekki og Ungverjar unnu tólf marka stórsigur. Þetta er stærsti sigurinn í íslenska riðlinum til þessa en Brasilía tapaði með tíu marka mun á móti Austurríki og með átta marka mun á móti Íslandi.

Gergely Harsanyi skoraði tíu mörk fyrir Ungverja og sonur þjálfarans Tamas Moscsai var með sex mörk. Nandor Fazekas varði 18 skot í markinu. Leonandro Bortolini skorðai 8 mörk fyrir Brasilíu.

Staðan, úrslit og leikjadagskrá HM.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×