Viðskipti innlent

Flest málin lúta að umboðssvikum

Langflest þeirra mála sem eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara tengjast umboðssvikum vegna lána án nægilegra trygginga. Fá dómafordæmi eru til staðar hér á landi og mun niðurstaða úr svokölluðu Exeter-máli veita mikilvæga leiðsögn.

Lánveitingar sem fram fóru án nægilegra trygginga á fyrir hrun kunna að varða við ákvæði hegningarlaga um umboðssvik, en mjög stór hluti af þeim hundrað og átján málum sem nú eru á borði sérstaks saksóknara tengjast með einhverjum hætti umboðssvikum. Fyrstu ákærurnar sem sérstakur saksóknari gaf út voru einmitt vegna lánveitinga Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding.

Flestir kannast við fjársvik og fjárdrátt en færri við umboðssvikaákvæðið og það tekur til mun fleiri tilvika en nafnið gefur til kynna. Með ákveðinni einföldun má segja að í umboðssvikum felist að einstaklingur sem er í þeirri stöðu að geta skuldbundið annan misnotar þessa aðstöðu sína sér eða öðrum til ávinnings. Ef sakir eru miklar getur það varðað sex ára fangelsi. Í Exeter-málinu var rúmlega milljarður króna lánaður án fullnægjandi trygginga til kaupa á stofnfjárbréfum af MP banka og fleirum meðan markaður með þau var lokaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×