Stórt kvöld í Lengjubikarnum - bæði Reykjavíkur- og Reykjanesbæjarslagur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2011 14:45 Stjarnan og KR verða bæði í eldlínunni í kvöld. Mynd/Anton Það fara fimm leikir fram í Lengjubikar karla í kvöld og það er hægt að halda því fram að tveir þeirra teljist til úrslitaleikja í sínum riðlum. Það er bæði Reykjavíkur og Reykjanesbæjarslagur á dagskránni í kvöld sem og að Stjarnan og Snæfell mætast í fyrri leik sínum af tveimur í þessari viku. Eftir leiki kvöldsins er riðlakeppnina hálfnuð og öll liðin innan hvers riðils hafa mæst einu sinni. Stjarnan og Snæfell mætast í Ásgarði í Garðabæ klukkan 19.15. Liðin hafa unnið sitthvorn leikinn en það eru bara þrjú lið í þeirra riðli. Þriðja liðið, Tindastóll, hefur tapað báðum sínum leikjum og ætlar ekki að blanda sér í baráttu um sigurinn í riðlinum. Baráttan um sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins stendur því á milli Hólmara og Garðbæinga. Stjarnan og Snæfell mætast síðan aftur í Iceland Express deild karla á föstudagskvöldið. Njarðvík og Keflavík mætast í Ljónagryfjunni í Njarðvík klukkan 19.15. Bæði lið hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í keppninni og það er ljóst að þau munu berjast um laus sæti í undanúrslitunum. Liðin hafa mætt í mótið með mismunandi áherslur. Njarðvíkingar leggja allt sitt traust á unga uppalda leikmenn en Keflvíkingar tefla hinsvegar fram þremur erlendum leikmönnum og þjálfarinn Sigurður Ingimundarson hefur sagt það að hann vilji ekki kasta ungu strákunum strax út í djúpu laugina. ÍR tekur á móti KR í Seljaskólanum klukkan 19.15 en KR getur stigið stórt skref í átt að tryggja sér sigur í riðlinum með því að vinna í kvöld. KR hefur unnið tvo fyrstu leiki sína en ÍR og Þór úr Þorlákshöfn hafa bæði unnið einn og tapað einum. Skallagrímur tekur á móti Þór úr Þorlákshöfn í hinum leik riðilsins. Fimmti og síðasti leikur kvöldsins er síðan leikur KFÍ og Fjölnis á Ísafirði en honum var frestað í gær. 1.deildarlið KFÍ kom mikið á óvart með því að vinna Hauka í síðasta leik en KFÍ er eins og er með fullt hús á toppi 1. deildarinnar.Staðan í riðlunum í Lengjubikarnum:(Liðin spila tvöfalda umferð og aðeins efsta liðið kemst áfram)Lengjubikar karlar, A-riðill 1. KR 2 2 0 192-176 4 2. Þór Þ. 2 1 1 184-171 2 3. ÍR 2 1 1 166-168 2 4. Skallagrímur 2 0 2 160-187 0Lengjubikar karlar, B-riðill 1. Grindavík 3 3 0 275-232 6 2. KFÍ 2 1 1 154-176 2 3. Haukar 3 1 2 230-246 2 4. Fjölnir 2 0 2 152-157 0Lengjubikar karlar, C-riðill 1. Stjarnan 1 1 0 87-69 2 2. Snæfell 1 1 0 93-91 2 3. Tindastóll 2 0 2 160-180 0Lengjubikar karlar, D-riðill 1. Njarðvík 2 2 0 186-139 4 2. Keflavík 2 2 0 170-137 4 3. Hamar 3 1 2 222-271 2 4 Valur 3 0 3 222-253 0 Dominos-deild karla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira
Það fara fimm leikir fram í Lengjubikar karla í kvöld og það er hægt að halda því fram að tveir þeirra teljist til úrslitaleikja í sínum riðlum. Það er bæði Reykjavíkur og Reykjanesbæjarslagur á dagskránni í kvöld sem og að Stjarnan og Snæfell mætast í fyrri leik sínum af tveimur í þessari viku. Eftir leiki kvöldsins er riðlakeppnina hálfnuð og öll liðin innan hvers riðils hafa mæst einu sinni. Stjarnan og Snæfell mætast í Ásgarði í Garðabæ klukkan 19.15. Liðin hafa unnið sitthvorn leikinn en það eru bara þrjú lið í þeirra riðli. Þriðja liðið, Tindastóll, hefur tapað báðum sínum leikjum og ætlar ekki að blanda sér í baráttu um sigurinn í riðlinum. Baráttan um sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins stendur því á milli Hólmara og Garðbæinga. Stjarnan og Snæfell mætast síðan aftur í Iceland Express deild karla á föstudagskvöldið. Njarðvík og Keflavík mætast í Ljónagryfjunni í Njarðvík klukkan 19.15. Bæði lið hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í keppninni og það er ljóst að þau munu berjast um laus sæti í undanúrslitunum. Liðin hafa mætt í mótið með mismunandi áherslur. Njarðvíkingar leggja allt sitt traust á unga uppalda leikmenn en Keflvíkingar tefla hinsvegar fram þremur erlendum leikmönnum og þjálfarinn Sigurður Ingimundarson hefur sagt það að hann vilji ekki kasta ungu strákunum strax út í djúpu laugina. ÍR tekur á móti KR í Seljaskólanum klukkan 19.15 en KR getur stigið stórt skref í átt að tryggja sér sigur í riðlinum með því að vinna í kvöld. KR hefur unnið tvo fyrstu leiki sína en ÍR og Þór úr Þorlákshöfn hafa bæði unnið einn og tapað einum. Skallagrímur tekur á móti Þór úr Þorlákshöfn í hinum leik riðilsins. Fimmti og síðasti leikur kvöldsins er síðan leikur KFÍ og Fjölnis á Ísafirði en honum var frestað í gær. 1.deildarlið KFÍ kom mikið á óvart með því að vinna Hauka í síðasta leik en KFÍ er eins og er með fullt hús á toppi 1. deildarinnar.Staðan í riðlunum í Lengjubikarnum:(Liðin spila tvöfalda umferð og aðeins efsta liðið kemst áfram)Lengjubikar karlar, A-riðill 1. KR 2 2 0 192-176 4 2. Þór Þ. 2 1 1 184-171 2 3. ÍR 2 1 1 166-168 2 4. Skallagrímur 2 0 2 160-187 0Lengjubikar karlar, B-riðill 1. Grindavík 3 3 0 275-232 6 2. KFÍ 2 1 1 154-176 2 3. Haukar 3 1 2 230-246 2 4. Fjölnir 2 0 2 152-157 0Lengjubikar karlar, C-riðill 1. Stjarnan 1 1 0 87-69 2 2. Snæfell 1 1 0 93-91 2 3. Tindastóll 2 0 2 160-180 0Lengjubikar karlar, D-riðill 1. Njarðvík 2 2 0 186-139 4 2. Keflavík 2 2 0 170-137 4 3. Hamar 3 1 2 222-271 2 4 Valur 3 0 3 222-253 0
Dominos-deild karla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira