Fyrsta skrefið í afléttingu hafta 8. júní 2011 07:15 Már Guðmundsson Seðlabankastjóri segir töluverðan áhuga hafa verið á fyrsta gjaldeyrisútboðinu í gær.fréttablaðið/gva Seðlabanki Íslands hélt í gær útboð á gjaldeyri fyrir eigendur aflandskróna. Alls bárust tilboð upp á rúmlega 60 milljarða króna en fimmtán milljarðar voru í boði að hámarki. Tilboðum var tekið fyrir 13,4 milljarða, á meðalverðinu 218,9 krónur fyrir evru. „Það er töluverður áhugi. Þetta er fjórföld sú upphæð sem við buðum út, við náum að selja megnið af því sem við ætluðum okkur og það á verði sem felast ekki nein stórtíðindi í,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri og bætir við: „Bæði meðalverð og lægsta verð eru fyrir neðan það sem er í gangi á aflandsmarkaði. Það er vísbending um það, sem við vissum, að aflandsmarkaðurinn er kannski ekki alveg marktækur vegna lítillar veltu. Því er líklegra að aflandsgengi muni nálgast álandsgengið en öfugt.“ Útboðið er liður í áætlun stjórnvalda og Seðlabankans um afnám gjaldeyrishafta en líklegt er að fleiri slík útboð verði á næstunni. Með útboðunum gefst erlendum eigendum króna tækifæri til að skipta þeim í gjaldeyri. Már segir þetta skref hafa heppnast ágætlega og að næsta skref sé að selja þessar krónur aftur fyrir gjaldeyri. Frá því að áætlunin um afléttingu gjaldeyrishafta var kynnt í mars síðastliðnum hafa ýmsir gagnrýnt að ekki sé lögð meiri áhersla á að losa höftin eins fljótt og auðið er. Már segist vona að hægt sé að losa höftin á skömmum tíma. „Við höfum alltaf sagt að við viljum fara eins hratt og hægt er en ekki hraðar en óhætt er og það er ekkert í þessu útboði sem segir til um að þetta verði erfiðara en reiknað var með. Við þurfum hins vegar fleiri útboð áður en hægt er að leggja mat á það,“ segir Már. Þá leggur Már áherslu á að áætlunin sé ekki tímasett heldur fari hraðinn eftir því hversu vel gangi. „Við skulum vona að við getum gert þetta fljótt en við getum ekki byggt okkar framkvæmdir á óskhyggjunni einni saman,“ segir Már. - mþl Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Seðlabanki Íslands hélt í gær útboð á gjaldeyri fyrir eigendur aflandskróna. Alls bárust tilboð upp á rúmlega 60 milljarða króna en fimmtán milljarðar voru í boði að hámarki. Tilboðum var tekið fyrir 13,4 milljarða, á meðalverðinu 218,9 krónur fyrir evru. „Það er töluverður áhugi. Þetta er fjórföld sú upphæð sem við buðum út, við náum að selja megnið af því sem við ætluðum okkur og það á verði sem felast ekki nein stórtíðindi í,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri og bætir við: „Bæði meðalverð og lægsta verð eru fyrir neðan það sem er í gangi á aflandsmarkaði. Það er vísbending um það, sem við vissum, að aflandsmarkaðurinn er kannski ekki alveg marktækur vegna lítillar veltu. Því er líklegra að aflandsgengi muni nálgast álandsgengið en öfugt.“ Útboðið er liður í áætlun stjórnvalda og Seðlabankans um afnám gjaldeyrishafta en líklegt er að fleiri slík útboð verði á næstunni. Með útboðunum gefst erlendum eigendum króna tækifæri til að skipta þeim í gjaldeyri. Már segir þetta skref hafa heppnast ágætlega og að næsta skref sé að selja þessar krónur aftur fyrir gjaldeyri. Frá því að áætlunin um afléttingu gjaldeyrishafta var kynnt í mars síðastliðnum hafa ýmsir gagnrýnt að ekki sé lögð meiri áhersla á að losa höftin eins fljótt og auðið er. Már segist vona að hægt sé að losa höftin á skömmum tíma. „Við höfum alltaf sagt að við viljum fara eins hratt og hægt er en ekki hraðar en óhætt er og það er ekkert í þessu útboði sem segir til um að þetta verði erfiðara en reiknað var með. Við þurfum hins vegar fleiri útboð áður en hægt er að leggja mat á það,“ segir Már. Þá leggur Már áherslu á að áætlunin sé ekki tímasett heldur fari hraðinn eftir því hversu vel gangi. „Við skulum vona að við getum gert þetta fljótt en við getum ekki byggt okkar framkvæmdir á óskhyggjunni einni saman,“ segir Már. - mþl
Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira