Viðskipti innlent

Leigusamningum fækkar töluvert milli mánaða

Töluverð fækkun varð á þinglýstum leigusamningum um íbúðahúsnæði milli mánaðanna mars og apríl að því er segir á vefsíðu Þjóðskrár íslands.. Á landinu í heild fækkaði þeim úr rúmlega 700 og niður í rúmlega 600 talsins. Þetta er fækkun um rúm 13%.

Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði þessum samningum um 15%. Þeir voru 486 talsins í mars en fækkaði í 413 í apríl. Mest var fækkunin á Suðurlandi eða rúmlega 40%.

Leigusamningum fjölgaði í einum landshluta eða Norðurlandi og það verulega eða um rúm 60%, þeir fóru úr 39 í mars og upp í 63 í apríl.

Ef litið er á ársbreytinguna á leigusamningum, það er frá apríl í fyrra til apríl í ár fækkar leigusamningum lítillega eða um 1% á landsvísu.

Hér skal tekið fram að leigusamningum á Vestfjörðum fækkaði um 50% milli mánaða en að baki þeirri prósentu eru aðeins tveir samningar. Þeim fækkaði sum sé úr 4 og í 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×