Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Njarðvík 92-72 Stefán Hirst í Keflavík skrifar 8. desember 2011 21:54 Keflavík vann öruggan tuttugu stiga sigur, 92-72, á nágrönnum sínum í Njarðvík í Iceland-Express deildinni í gærkvöldi. Keflvíkingar leiddu allan leikinn og voru þeir alltaf skrefinu á undan Njarðvíkingum sem spiluðu illa. Steven Gerard Agustino og Jerryd Cole leikmenn Keflavíkur áttu virkilega góðan leik í kvöld og fóru fyrir sínum mönnum í leiknum. Hjá Njarðvík var úr litlu að taka en það var helst Cameron Echols sem var að gera ágætis hluti í sóknarleiknum. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en Keflvíkingar voru þó alltaf skrefi á undan Njarðvíkingum og leiddu þeir 25-21 eftir fyrsta fjórðung. Keflvíkingar héldu uppteknum hætti í öðrum leikhluta og komust þeir í níu stiga forystu um miðjan leikhlutann. Ekkert vildi niður hjá Njarðvíkingum á meðan sóknarleikur Keflavíkur var að ganga vel og héldu Keflvíkingar þægilegri forystu út leikhlutann og leiddu 46-35 þegar flautað var til hálfleiks. Leikstjórnandi Keflavíkur, Steven Gerard Dagustino var frábær í öðrum leikhluta og var hann kominn með 18 stig þegar flautað var til hálfleiks. Keflvíkingar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og komust þeir í 19 stiga forystu, 56-37 um miðbik leikhlutans. Keflvíkingar voru að spila flotta vörn í leikhlutanum og átti sóknarleikur Njarðvíkur, sem var takmarkaður, lítil svör við henni. Njarðvíkingar áttu einnig í erfiðleikum með útlendingana þrjá í liði Keflavíkur sem drógu vagninn fyrir sitt lið. Njarðvíkingar náðu þó aðeins að klóra í bakkann áður en að leikhlutinn var úti og leiddu Keflvíkingar 68-52 fyrir síðasta leikhlutann. Njarðvíkingar bættu sig varnarlega í byrjun fjórða leikhluta og tókst þeim að minnka muninn í ellefu stig snemma í leikhlutanum. Þetta áhlaup Njarðvíkinga varði þó stutt og voru Keflvíkingar fljótt aftur komnir í sautján stiga forystu. Þar fór fremstur í flokki Jerryd Cole, leikmaður Keflavíkur en hann var mjög sterkur undir körfunni hjá Keflvíkingum í leiknum. Eins og áður í leiknum var sóknarleikur Njarðvíkur ekki upp á marga fiska var tiltölulega auðveldur tuttugu sigur Keflvíkinga, 92-72, staðreynd. Sigurður: Ánægður með strákana í kvöld ,,Þetta var ekki auðvelt í kvöld þó að þetta gæti hafa litið svoleiðis út frá stúkunni. Menn lögðu sig vel fram og við þurftum að hafa mikið fyrir þessu. Við mættum einfaldlega tilbúnir í þennan leik og spiluðum af krafti út leikinn. Ég er mjög sáttur við okkar leik hérna í kvöld." sagði Sigurður Ingimundarsson, þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn á Njarðvík í kvöld. ,,Þetta er gott lið sem við vorum að spila við en varnarleikurinn var mjög góður í kvöld. Þeir eru með flotta leikmenn eins og Cameron Echols sem hittir eiginlega alltaf þegar hann fær boltann en við náðum að stoppa þá vel í vörninni."Einar Árni: Hljótum að hafa snert botninn í þessum leik ,,Við vorum ótrúlega daprir í þessum leik og hljótum að hafa snert botninn í kvöld." sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur eftir slæmt tap sinna manna gegn Keflvíkingum. ,,Það mætti bara eitt lið til leiks hérna í kvöld og það þurfti engan glansleik til þess að labba yfir okkur hérna í kvöld. Við vorum bara einfaldlega ekki tilbúnir í þennan slag og þessi frammistaða hjá okkur í kvöld er bara vandræðaleg. Það er svo einfalt."Steven Gerard: Góður sigur fyrir okkur í kvöld. Leikstjórnandi Keflavíkur, Steven Gerard Dagustino fór á kostum í leiknum í kvöld. Hann bauð upp á tölur af dýrari gerðinni en hann skoraði 30 stig og gaf sjö stoðsendingar. Hann var að vonum ánægður í leikslok ,,Við spiluðum vel í kvöld og ég er ánægður með liðið. Þjálfarinn sagði okkur að vera aggressívir í leik okkar í kvöld og mér fannst okkur takast það vel. Við náðum þess vegna að stýra leiknum allan tímann. Þessir leikir eru alltaf sérstakir enda er mikill rígur á milli þessara liða þannig að það var gott geta hjálpað liðinu í kvöld." sagði Steven Gerard Agustino, leikmaður Keflavíkur í leikslok. Dominos-deild karla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira
Keflavík vann öruggan tuttugu stiga sigur, 92-72, á nágrönnum sínum í Njarðvík í Iceland-Express deildinni í gærkvöldi. Keflvíkingar leiddu allan leikinn og voru þeir alltaf skrefinu á undan Njarðvíkingum sem spiluðu illa. Steven Gerard Agustino og Jerryd Cole leikmenn Keflavíkur áttu virkilega góðan leik í kvöld og fóru fyrir sínum mönnum í leiknum. Hjá Njarðvík var úr litlu að taka en það var helst Cameron Echols sem var að gera ágætis hluti í sóknarleiknum. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en Keflvíkingar voru þó alltaf skrefi á undan Njarðvíkingum og leiddu þeir 25-21 eftir fyrsta fjórðung. Keflvíkingar héldu uppteknum hætti í öðrum leikhluta og komust þeir í níu stiga forystu um miðjan leikhlutann. Ekkert vildi niður hjá Njarðvíkingum á meðan sóknarleikur Keflavíkur var að ganga vel og héldu Keflvíkingar þægilegri forystu út leikhlutann og leiddu 46-35 þegar flautað var til hálfleiks. Leikstjórnandi Keflavíkur, Steven Gerard Dagustino var frábær í öðrum leikhluta og var hann kominn með 18 stig þegar flautað var til hálfleiks. Keflvíkingar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og komust þeir í 19 stiga forystu, 56-37 um miðbik leikhlutans. Keflvíkingar voru að spila flotta vörn í leikhlutanum og átti sóknarleikur Njarðvíkur, sem var takmarkaður, lítil svör við henni. Njarðvíkingar áttu einnig í erfiðleikum með útlendingana þrjá í liði Keflavíkur sem drógu vagninn fyrir sitt lið. Njarðvíkingar náðu þó aðeins að klóra í bakkann áður en að leikhlutinn var úti og leiddu Keflvíkingar 68-52 fyrir síðasta leikhlutann. Njarðvíkingar bættu sig varnarlega í byrjun fjórða leikhluta og tókst þeim að minnka muninn í ellefu stig snemma í leikhlutanum. Þetta áhlaup Njarðvíkinga varði þó stutt og voru Keflvíkingar fljótt aftur komnir í sautján stiga forystu. Þar fór fremstur í flokki Jerryd Cole, leikmaður Keflavíkur en hann var mjög sterkur undir körfunni hjá Keflvíkingum í leiknum. Eins og áður í leiknum var sóknarleikur Njarðvíkur ekki upp á marga fiska var tiltölulega auðveldur tuttugu sigur Keflvíkinga, 92-72, staðreynd. Sigurður: Ánægður með strákana í kvöld ,,Þetta var ekki auðvelt í kvöld þó að þetta gæti hafa litið svoleiðis út frá stúkunni. Menn lögðu sig vel fram og við þurftum að hafa mikið fyrir þessu. Við mættum einfaldlega tilbúnir í þennan leik og spiluðum af krafti út leikinn. Ég er mjög sáttur við okkar leik hérna í kvöld." sagði Sigurður Ingimundarsson, þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn á Njarðvík í kvöld. ,,Þetta er gott lið sem við vorum að spila við en varnarleikurinn var mjög góður í kvöld. Þeir eru með flotta leikmenn eins og Cameron Echols sem hittir eiginlega alltaf þegar hann fær boltann en við náðum að stoppa þá vel í vörninni."Einar Árni: Hljótum að hafa snert botninn í þessum leik ,,Við vorum ótrúlega daprir í þessum leik og hljótum að hafa snert botninn í kvöld." sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur eftir slæmt tap sinna manna gegn Keflvíkingum. ,,Það mætti bara eitt lið til leiks hérna í kvöld og það þurfti engan glansleik til þess að labba yfir okkur hérna í kvöld. Við vorum bara einfaldlega ekki tilbúnir í þennan slag og þessi frammistaða hjá okkur í kvöld er bara vandræðaleg. Það er svo einfalt."Steven Gerard: Góður sigur fyrir okkur í kvöld. Leikstjórnandi Keflavíkur, Steven Gerard Dagustino fór á kostum í leiknum í kvöld. Hann bauð upp á tölur af dýrari gerðinni en hann skoraði 30 stig og gaf sjö stoðsendingar. Hann var að vonum ánægður í leikslok ,,Við spiluðum vel í kvöld og ég er ánægður með liðið. Þjálfarinn sagði okkur að vera aggressívir í leik okkar í kvöld og mér fannst okkur takast það vel. Við náðum þess vegna að stýra leiknum allan tímann. Þessir leikir eru alltaf sérstakir enda er mikill rígur á milli þessara liða þannig að það var gott geta hjálpað liðinu í kvöld." sagði Steven Gerard Agustino, leikmaður Keflavíkur í leikslok.
Dominos-deild karla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira