Ingvaldur Magni Hafsteinsson, leikmaður Fjölnis, hefur ákveðið að taka sér frí frá körfubolta vegna vinnur sinnar. Hann leikur því ekki með Fjölni í vetur. Karfan.is greinir frá þessu.
Magni, sem skoraði 12,6 stig og tók 5 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili, vinnur vaktavinnu á Selfossi og telur sér ekki fært að sinna körfuboltanum meðfram vinnunni.
Magni er enn einn leikmaðurinn sem Fjölnir missir fyrir átök vetrarins. Tómas Heiðar Tómasson og Ægir Þór Steinarsson spila saman í háskólaboltanum í Bandaríkjunum í vetur og næstu fjögur árin ef að líkum lætur.
