Gagnrýni

Karkwa á Iceland Airwaves: Kraftmikið og þétt

Karkwa. Þéttir Kanadabúar sem tróðu upp í Tjarnarbíói.
Karkwa. Þéttir Kanadabúar sem tróðu upp í Tjarnarbíói.
Karkwa, Tjarnarbíó.



Indírokksveitin Karkwa var stofnuð í Montreal í Kanada fyrir þrettán árum og syngur öll sín lög á frönsku. Hún hlaut hin virtu kanadísku Polaris-tónlistarverðlaun í fyrra fyrir sína síðustu plötu.

Fimm manns voru uppi á sviði í Tjarnarbíói, þar af tveir trommuleikarar, auk þess sem einn náungi spilaði á hljómborð og grúskaði í hljóðgervli. Hljómur Karkwa var þéttur og lögin á köflum ansi hreint kröftug. Sveitin byggði iðulega upp flotta stemningu í lögunum sínum og til að mynda var lokalagið hreint afbragð með glimrandi gítarleik. -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×