Selá er við hundrað laxa markið Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. september 2011 11:00 Seláin er víða falleg, sérstaklega á efri svæðunum eins og hér í gilinu við Gljúfurstreng og Helluna sem sést þar fyrir ofan. Mynd/Garðar Lax úr Gljúfurhyl Einn fallegur úr hylnum neðan Gljúfurstrengs. Fyrr í þessari viku höfðu ríflega níutíu laxar veiðst í Selá í Álftafirði. Að sögn Hauks Elíassonar veiðivarðar er þessi veiði í ágætu meðallagi þótt sumarveiðin hafi enn ekki náð metárinu frá í fyrra. Þá náðust yfir 150 laxar á land. „En það er allur september eftir og margir telja það besta tímann svo það er enn von á það bætist verulega í," segir Haukur og bendir á að Selá hafi verið að jafna sig á vatnavöxtum eftir rigningar og sé í ákjósanlegu standi þessa dagana. Þannig fékk hollið sem lýkur veiðum í dag strax tvo laxa á fyrstu vakt sinni í fyrrakvöld. „Laxinn virðist dreifður nokkuð jafnt um alla á." Veitt er á tvær stangir í Selá. Selá er að upplagi sjóbleikjuá en nú er sá góði fiskur nær algerlega horfinn úr ánni. Haukur kveðst ekki vita hvers vegna það hafi gerst. Laxinn hafi hins vegar ekki verið þar áður en hafi jafnt og þétt sótt í sig veðrið á liðnum árum. „Það hefur gerst af sjálfu sér en ekki með sleppingum. Ég kann ekki skýringu á því nema kannski þá að um sé að ræða lax sem villst hefur úr ræktuninni í Breiðdalsá," segir Haukur. Stangveiði Mest lesið Vatnamótin til Fish Partner Veiði Fyrstu fiskarnir komnir á land úr Þórisvatni Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Vinna við úthlutun í Elliðaánum í fullum gangi Veiði Flott veiði en skítakuldi í Tungufljóti Veiði Hörku veiði í Vatnamótunum Veiði Nýtt nám í veiðileiðsögn Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Góðar gangur í Breiðdalsá Veiði Laxveiðimenn fagna væntanlegri rigningu Veiði
Lax úr Gljúfurhyl Einn fallegur úr hylnum neðan Gljúfurstrengs. Fyrr í þessari viku höfðu ríflega níutíu laxar veiðst í Selá í Álftafirði. Að sögn Hauks Elíassonar veiðivarðar er þessi veiði í ágætu meðallagi þótt sumarveiðin hafi enn ekki náð metárinu frá í fyrra. Þá náðust yfir 150 laxar á land. „En það er allur september eftir og margir telja það besta tímann svo það er enn von á það bætist verulega í," segir Haukur og bendir á að Selá hafi verið að jafna sig á vatnavöxtum eftir rigningar og sé í ákjósanlegu standi þessa dagana. Þannig fékk hollið sem lýkur veiðum í dag strax tvo laxa á fyrstu vakt sinni í fyrrakvöld. „Laxinn virðist dreifður nokkuð jafnt um alla á." Veitt er á tvær stangir í Selá. Selá er að upplagi sjóbleikjuá en nú er sá góði fiskur nær algerlega horfinn úr ánni. Haukur kveðst ekki vita hvers vegna það hafi gerst. Laxinn hafi hins vegar ekki verið þar áður en hafi jafnt og þétt sótt í sig veðrið á liðnum árum. „Það hefur gerst af sjálfu sér en ekki með sleppingum. Ég kann ekki skýringu á því nema kannski þá að um sé að ræða lax sem villst hefur úr ræktuninni í Breiðdalsá," segir Haukur.
Stangveiði Mest lesið Vatnamótin til Fish Partner Veiði Fyrstu fiskarnir komnir á land úr Þórisvatni Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Vinna við úthlutun í Elliðaánum í fullum gangi Veiði Flott veiði en skítakuldi í Tungufljóti Veiði Hörku veiði í Vatnamótunum Veiði Nýtt nám í veiðileiðsögn Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Góðar gangur í Breiðdalsá Veiði Laxveiðimenn fagna væntanlegri rigningu Veiði