Grasrótarstarf léttir ríkinu róður Steinunn Stefánsdóttir skrifar 6. september 2011 06:00 Á Íslandi eru færri kvennaathvörf en þekkist í nokkru landi sem við viljum bera okkur saman við. Á þetta benti Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, í grein hér í Fréttablaðinu á laugardaginn. Tilefni greinar Guðrúnar var þau tímamót að Stígamót hafa opnað annað kvennaathvarfið á Íslandi; athvarf sem býður velkomnar konur á leið úr klámiðnaði, vændi og mansali. Fyrir er eitt athvarf sem starfað hefur hátt á þriðja áratug og miðar starf sitt við að þjóna konum sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum og börnum þeirra, en dyr þess athvarfs hafa einnig staðið öðrum konum í margvíslegum vanda opnar. Fjársöfnun Skottanna á síðasta ári gerði Stígamótum kleift að opna þetta nýja athvarf sem að hluta byggir reksturinn á vinnuframlagi sjálfboðaliða. Rekstur Samtaka um kvennaathvarf á Kvennaathvarfinu byggir einnig á framlagi óeigingjarnra kvenna og karla. Vegna þessara framlaga, í fjáröflunarátaki í upphafi og jafnt og þétt gegnum árin, er Kvennaathvarfið rekið í eigin húsnæði sem þýðir verulega lægri rekstrarkostnað en raunin væri ef leigja þyrfti húsnæði undir starfsemina. Fjárstuðningur einstaklinga og fyrirtækja ásamt vinnuframlagi sjálfboðaliða er þannig og verður lífæð beggja þessara athvarfa sem bæði halda úti na uðsynlegri þjónustu, auk þess sem Stígamót hefur í rúma tvo áratugi veitt konum og körlum sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi þjónustu og Kvennaathvarfið veitir einnig konum í ofbeldissamböndum eða á leið úr þeim þjónustu þó að þær dvelji ekki í athvarfinu. Framlag þessa óeigingjarna fólks gerir að verkum að kostnaður bæði ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við konur, og eftir atvikum karla, sem verða fyrir ofbeldi er mun lægri en ella væri. Mikilvægi starfsemi Stígamóta og Kvennaathvarfs er óumdeilt. Hvarvetna innan velferðarkerfisins er borin virðing fyrir starfi samtakanna og lögð áhersla á mikilvægi þeirra. Síður en svo er dregið úr kröfum til þjónustunnar, þvert á móti aukast þær heldur í takt við tímann. Þar má nefna þjónustu við konur á leið úr mansali sem fáum öðrum en þeim sem gleggst þekktu til datt í hug að yrði nokkurn tíma íslenskur raunveruleiki og þjónustu við börn sem búið hafa við ofbeldi á heimili, auk túlkaþjónustunnar sem þarf að koma til þegar konur sem ekki tala íslensku nota þjónustu þessara kvennasamtaka. Þrátt fyrir að kvennaathvörf séu hér færri en annars staðar og að framlög einstaklinga bæði með fé og starfi dragi úr þörf þeirra fyrir framlag frá opinberum aðilum þá þurfa bæði samtökin stöðugt að berjast fyrir því að halda fjárframlögum í horfinu milli ára. Það er umhugsunarefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Á Íslandi eru færri kvennaathvörf en þekkist í nokkru landi sem við viljum bera okkur saman við. Á þetta benti Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, í grein hér í Fréttablaðinu á laugardaginn. Tilefni greinar Guðrúnar var þau tímamót að Stígamót hafa opnað annað kvennaathvarfið á Íslandi; athvarf sem býður velkomnar konur á leið úr klámiðnaði, vændi og mansali. Fyrir er eitt athvarf sem starfað hefur hátt á þriðja áratug og miðar starf sitt við að þjóna konum sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum og börnum þeirra, en dyr þess athvarfs hafa einnig staðið öðrum konum í margvíslegum vanda opnar. Fjársöfnun Skottanna á síðasta ári gerði Stígamótum kleift að opna þetta nýja athvarf sem að hluta byggir reksturinn á vinnuframlagi sjálfboðaliða. Rekstur Samtaka um kvennaathvarf á Kvennaathvarfinu byggir einnig á framlagi óeigingjarnra kvenna og karla. Vegna þessara framlaga, í fjáröflunarátaki í upphafi og jafnt og þétt gegnum árin, er Kvennaathvarfið rekið í eigin húsnæði sem þýðir verulega lægri rekstrarkostnað en raunin væri ef leigja þyrfti húsnæði undir starfsemina. Fjárstuðningur einstaklinga og fyrirtækja ásamt vinnuframlagi sjálfboðaliða er þannig og verður lífæð beggja þessara athvarfa sem bæði halda úti na uðsynlegri þjónustu, auk þess sem Stígamót hefur í rúma tvo áratugi veitt konum og körlum sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi þjónustu og Kvennaathvarfið veitir einnig konum í ofbeldissamböndum eða á leið úr þeim þjónustu þó að þær dvelji ekki í athvarfinu. Framlag þessa óeigingjarna fólks gerir að verkum að kostnaður bæði ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við konur, og eftir atvikum karla, sem verða fyrir ofbeldi er mun lægri en ella væri. Mikilvægi starfsemi Stígamóta og Kvennaathvarfs er óumdeilt. Hvarvetna innan velferðarkerfisins er borin virðing fyrir starfi samtakanna og lögð áhersla á mikilvægi þeirra. Síður en svo er dregið úr kröfum til þjónustunnar, þvert á móti aukast þær heldur í takt við tímann. Þar má nefna þjónustu við konur á leið úr mansali sem fáum öðrum en þeim sem gleggst þekktu til datt í hug að yrði nokkurn tíma íslenskur raunveruleiki og þjónustu við börn sem búið hafa við ofbeldi á heimili, auk túlkaþjónustunnar sem þarf að koma til þegar konur sem ekki tala íslensku nota þjónustu þessara kvennasamtaka. Þrátt fyrir að kvennaathvörf séu hér færri en annars staðar og að framlög einstaklinga bæði með fé og starfi dragi úr þörf þeirra fyrir framlag frá opinberum aðilum þá þurfa bæði samtökin stöðugt að berjast fyrir því að halda fjárframlögum í horfinu milli ára. Það er umhugsunarefni.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun