Sólskin í skúffunum Bakþankar Ragnheiðar Tryggvadóttur skrifar 1. september 2011 06:00 „Sumarið kom aldrei og nú er komið haust, það er ekki búandi á þessu grjótkalda skeri," heyri ég nöldrað í kringum mig. Ég get orðið móðguð yfir þessu tuði og þreytt á staglinu um að allt sé ómögulegt á Íslandi, ekki bara veðrið. En stundum tek ég sjálf undir nöldrið af fullum móð, þegar þannig liggur á mér. Enda var nú óvenju kalt í sumar! Þann 17. júní var ég til dæmis í 3 stiga hita, lemjandi slagveðri og svartaþoku norðan heiða. Ég hafði bara aldrei vitað annað eins. Ísköld rigningin lamdi kinnarnar og rann niður um hálsmál svo á mér var ekki þurr þráður. Ég var í útivinnu nokkra daga við verk sem ekki mátti slá á frest. Verkið var erfitt og hefði svo sem verið það þótt sólin hefði skinið en rigningin og kuldinn gerðu það nánast ógerlegt. Dag eftir dag var stritað í úrhellinu fram á kvöld og ekkert dregið af. Sem betur fer var ég ekki ein um verkið og sjálfsagt má deila um hversu mikið gagn ég gerði. Snöktandi sá ég ekki fyrir mér að verkinu myndi nokkurn tímann ljúka í þessari endemis ótíð, hvað þá að sólin myndi nokkurn tímann skína á ný. Mánuði síðar var ég þó aftur stödd á sama stað, í 20 stiga hita og heiðskíru. Verkinu var lokið og það tókst svona dæmalaust vel. Þessa sólskinsdaga hristi ég því hausinn yfir því hvernig ég hafði látið nokkrum vikum fyrr, snöktandi yfir nokkrum regndropum. Sumarið lék við hvern sinn fingur og ég sá ekki fyrir mér að því myndi nokkurn tímann ljúka. Sem betur fer er alltaf dýpra á óveðursdögun-um í skúffum minninganna og þegar ég rifja upp aftur í tímann finnst mér alltaf hafa verið ágætis veður. Eða hvað? Sólskinsdagarnir urðu ekki margir þetta sumarið og í morgun sá ég að haustið hafði læðst aftan að mér. Ég átti alls ekki von á því strax! „Það er ekki búandi á þessu grjótkalda skeri," tautaði ég og vafði treflinum upp fyrir nef. Ég fann rigninguna smeygja sér niður um hálsmálið og í huganum bjó ég til langan lista yfir allt sem er ómögulegt á Íslandi, ekki bara veðrið. Það lá ekki vel á mér ég viðurkenni það. Enda gerir það ekkert til. Það kemur sól upp úr þessari skúffu seinna, þegar ég rifja upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Ragnheiður Tryggvadóttir Skoðanir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun
„Sumarið kom aldrei og nú er komið haust, það er ekki búandi á þessu grjótkalda skeri," heyri ég nöldrað í kringum mig. Ég get orðið móðguð yfir þessu tuði og þreytt á staglinu um að allt sé ómögulegt á Íslandi, ekki bara veðrið. En stundum tek ég sjálf undir nöldrið af fullum móð, þegar þannig liggur á mér. Enda var nú óvenju kalt í sumar! Þann 17. júní var ég til dæmis í 3 stiga hita, lemjandi slagveðri og svartaþoku norðan heiða. Ég hafði bara aldrei vitað annað eins. Ísköld rigningin lamdi kinnarnar og rann niður um hálsmál svo á mér var ekki þurr þráður. Ég var í útivinnu nokkra daga við verk sem ekki mátti slá á frest. Verkið var erfitt og hefði svo sem verið það þótt sólin hefði skinið en rigningin og kuldinn gerðu það nánast ógerlegt. Dag eftir dag var stritað í úrhellinu fram á kvöld og ekkert dregið af. Sem betur fer var ég ekki ein um verkið og sjálfsagt má deila um hversu mikið gagn ég gerði. Snöktandi sá ég ekki fyrir mér að verkinu myndi nokkurn tímann ljúka í þessari endemis ótíð, hvað þá að sólin myndi nokkurn tímann skína á ný. Mánuði síðar var ég þó aftur stödd á sama stað, í 20 stiga hita og heiðskíru. Verkinu var lokið og það tókst svona dæmalaust vel. Þessa sólskinsdaga hristi ég því hausinn yfir því hvernig ég hafði látið nokkrum vikum fyrr, snöktandi yfir nokkrum regndropum. Sumarið lék við hvern sinn fingur og ég sá ekki fyrir mér að því myndi nokkurn tímann ljúka. Sem betur fer er alltaf dýpra á óveðursdögun-um í skúffum minninganna og þegar ég rifja upp aftur í tímann finnst mér alltaf hafa verið ágætis veður. Eða hvað? Sólskinsdagarnir urðu ekki margir þetta sumarið og í morgun sá ég að haustið hafði læðst aftan að mér. Ég átti alls ekki von á því strax! „Það er ekki búandi á þessu grjótkalda skeri," tautaði ég og vafði treflinum upp fyrir nef. Ég fann rigninguna smeygja sér niður um hálsmálið og í huganum bjó ég til langan lista yfir allt sem er ómögulegt á Íslandi, ekki bara veðrið. Það lá ekki vel á mér ég viðurkenni það. Enda gerir það ekkert til. Það kemur sól upp úr þessari skúffu seinna, þegar ég rifja upp.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun